4. september 2008 kl. 07:45,
fundarherbergi bæjarstjórnar
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Brynhildur Georgsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um samskipti og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga200809043
Meðfylgjandi er annars vegar yfirlýsing stjórnar sambandsins um ýmis fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og hins vegar bókun um málefni fatlaðra.
%0DTil máls tóku: HSv, JS, MM og KT.%0D %0DBæjarráð óskar eftir greinargerð frá framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um málefni fatlaðra og aldraðra í sveitarfélaginu. Yfirlýsing stjórnar sambandsins er lögð fram.
2. Erindi Alþingis varðandi fundi með fjáralaganefnd Alþingis haustið 2008200809053
%0DTil máls tóku: HSv, KT, JS, MM og BH.%0D %0DBæjarstjóra er falið að undirbúa fund bæjarráðs með fjárlaganefnd. %0D
3. Beiðni um breytingu á lóðarmörkum milli Háholts 20 og 22200808103
Beiðni um breytingu á lóðarmörkum í samræmi við samkomulag sem gert var árið 1998.
%0D%0DÞórunn Guðmundsdóttir (ÞG) lögmaður mætti á fundinn undir þessum lið.%0D %0DTil máls tók: ÞG.%0D %0DSamþykkt að bíða með frágang á lóðarmörkum milli Háholts 20 og 22 þar til ferli varðandi nýtingu 12. gr. lóðarleigusamnings um lóðirnar 16, 18 og 22 er lokið.
4. Lóðarleigusamningar Háholts 16, 18 og 22.200805075
Til máls tóku: ÞG, HSv, JS, KT og BH.
<br />
Bókun bæjarráðs er svohljóðandi:
Bæjarráð hefur ákveðið að nýta heimild í 12. gr. lóðarleigusamninga um lóðirnar Háholt 16, 18 og 22, við Kaupfélag Kjalarnesþings dags. 19. febrúar 1998, og taka lóðirnar í sínar hendur þar sem bærinn þarf á þessum lóðum að halda. Lóðarleiguréttindin eru hér með úr gildi fallin. Bæjarstjóra er falið að tilkynna lóðarleiguhafanum Kaupfélagi Kjalarnesþings formlega um ákvörðun bæjarstjórnar og bjóða félaginu eðlilegt markaðsverð fyrir þau mannvirki sem eru á lóðunum og ef ekki semst að dómkvaddir verði matsmenn eða matsmaður til að meta verðmæti þeirra mannvirkja sem eru á lóðunum.
<br />
Með bókun bæjarráðs fylgir svohljóðandi greinargerð:
Í tillögum að breytingum á deiliskipulagi miðbæjar í Mosfellsbæ er gert ráð fyrir að kirkju- og menningarhús rísi á lóðunum Háholt 16 og 18, auk þess sem byggingin mun ná eilítið inn á lóðina Háholt 22. Tillögurnar að breytingunum eru nú tilbúnar í auglýsingu. Mosfellsbæ hefur því þörf fyrir lóðirnar og skilyrði 12. gr. lóðarleigusamninganna eru því uppfyllt.
5. Erindi Guðbjargar Sigurjónsdóttur varðandi landspildu úr landi Varmalands200808022
Mál þetta var áður á dagskrá 893. fundar bæjarráðs og var þá óskað eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs um málið. Hún liggur nú fyrir og meðfylgjandi er minnisblað um málið.
%0D%0DTil máls tók: BG, HSv og JS.%0D %0DSamþykkt að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.%0D
6. Samningur við Hestamannafélagið Hörð um umsjón með nýtingu beitarhólfa200806231
Umsögn vegna samnings Mosfellsbæjar og Hestamannafélagsins Harðar um umsjón með nýtingu beitarhólfa í Mosfellsbæ
%0D%0DTil máls tóku: MM, HSv, JS og KT.%0D %0DBæjarráð samþykkir að vísa frágangi samningsins til bæjarstjóra í ljósi þess að ekki hefur verið gengið frá kortlagningu beitarhólfa í eigu bæjarins.
7. Undirbúningur að stofnun framhaldsskóla í Mosfellsbæ200801320
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.
%0D%0DTil máls tóku: HSv, KT, BH og JS.%0D %0DBæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.