10. apríl 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Sturla Sær Erlendsson varaformaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Jón Jóhannsson aðalmaður
- Sólveig Franklínsdóttir aðalmaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram drög að verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkefnalistinn var unnin í samráði við nefndir og svið bæjarins.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að á árinu 2017 verði lögð áhersla á eftirfarandi verkefni:
Áherslur Mosfellsbæjar á náttúru og útivist verði sýnilegar ferðamönnum, með útgáfu, fræðslu á heimasíðu, skiltum og merkingum.
Mosfellsbær verði kynntur sem umhverfisvænn heilsubær og þannig höfðað til fyrirtækja með áherslur sem falla að sérstöðu bæjarfélagsins.
2. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2017201701388
Lagðar fram til yfirferðar umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2017.
Lagðar fram og ræddar umsóknir um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.