Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. nóvember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Um­sókn um fram­kvæmda­leyfi vegna hita­veitu201610006

    Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi varðandi lagningu hitaveitu í suðurhluta Mosfellssveitar

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að afla frek­ari upp­lýs­inga um mál­ið.

  • 2. Er­indi Draupn­is lög­manns­þjón­ustu vegna reiðstígs með­fram Köldu­kvísl201505163

    Áskorun og 10 daga frestur til að bregðast við erindi um stöðvun umferðar um veg meðfram Köldukvísl í landi Laxness 1 lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að svara er­ind­inu.

  • 3. Mál­efni heilsu­gæsl­unn­ar í Mos­fells­bæ201610288

    Bæjarstjóri greinir frá fundi með framkvæmdastjóra og yfirlækni heilsugæslunnar um fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulagi heilsugæslunnar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að afla upp­lýs­inga frá stjórn­end­um heilsu­gæsl­unn­ar um áform um lok­un næst­ur­vakt­ar og hvaða áhrif það hafi á þjón­ustu heilsu­gæsl­unn­ar í Mos­fells­bæ.

    • 4. Hús­næð­is­mál-áhrif laga­breyt­inga á Mos­fells­bæ201606088

      Lögð fram minnisblað um umsókn Brynju um stofnframlag og drög að reglum um stofnframlög.

      Fram­lögð drög að regl­um um stofn­fram­lög sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

      Jafn­framt er sam­þykkt að veita Brynju, hús­sjóði Ör­yrkja­banda­lags­ins, 12% stofn­fram­lag til kaupa á einni íbúð í Mos­fells­bæ á ár­inu 2016 að áætl­uðu kaup­verði 35 millj­ón­ir. Sam­þykki þetta er þó háð þeim fyr­ir­vara að Brynja skili full­nægj­andi um­sókn um stofn­fram­lög í sam­ræmi við regl­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir lok nóv­em­ber­mán­að­ar.

      • 5. Ferli er­inda sem berast Mos­fells­bæ201610275

        Lögð fram umsögn samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar á 680. fundi 12. október sl.

        Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

        Upp­lýst var um ferli er­inda sem berast Mos­fells­bæ.

        • 6. Að­gerðaráætlun Lýð­ræð­is­stefnu 2015-2017201509254

          Lagt fram til umfjöllunar minnisblað vegna hugmynda um lýðræðisverkefni á árinu 2017.

          Frestað.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03