3. nóvember 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitu201610006
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi varðandi lagningu hitaveitu í suðurhluta Mosfellssveitar
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að afla frekari upplýsinga um málið.
2. Erindi Draupnis lögmannsþjónustu vegna reiðstígs meðfram Köldukvísl201505163
Áskorun og 10 daga frestur til að bregðast við erindi um stöðvun umferðar um veg meðfram Köldukvísl í landi Laxness 1 lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að svara erindinu.
3. Málefni heilsugæslunnar í Mosfellsbæ201610288
Bæjarstjóri greinir frá fundi með framkvæmdastjóra og yfirlækni heilsugæslunnar um fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulagi heilsugæslunnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla upplýsinga frá stjórnendum heilsugæslunnar um áform um lokun næsturvaktar og hvaða áhrif það hafi á þjónustu heilsugæslunnar í Mosfellsbæ.
4. Húsnæðismál-áhrif lagabreytinga á Mosfellsbæ201606088
Lögð fram minnisblað um umsókn Brynju um stofnframlag og drög að reglum um stofnframlög.
Framlögð drög að reglum um stofnframlög samþykkt með þremur atkvæðum.
Jafnframt er samþykkt að veita Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, 12% stofnframlag til kaupa á einni íbúð í Mosfellsbæ á árinu 2016 að áætluðu kaupverði 35 milljónir. Samþykki þetta er þó háð þeim fyrirvara að Brynja skili fullnægjandi umsókn um stofnframlög í samræmi við reglur Mosfellsbæjar fyrir lok nóvembermánaðar.
5. Ferli erinda sem berast Mosfellsbæ201610275
Lögð fram umsögn samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar á 680. fundi 12. október sl.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætti á fundinn undir þessum lið.
Upplýst var um ferli erinda sem berast Mosfellsbæ.
6. Aðgerðaráætlun Lýðræðisstefnu 2015-2017201509254
Lagt fram til umfjöllunar minnisblað vegna hugmynda um lýðræðisverkefni á árinu 2017.
Frestað.