3. september 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar-júní 20152015082154
Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar-júní 2015 lagður fram.
Lagt fram.
2. Desjamýri 8 /umsókn um lóð2015082102
Umsókn um lóð í Desjamýri 8 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma með tillögu um úthlutun lóðarinnar.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur201507045
Endurskoðuð umsögn framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs um frumvarp til laga um húsnæðisbætur lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs að skila umsögn um frumvarpið í samræmi við athugasemdir í framlögðu minnisblaði.
4. Umræður um vanda flóttamanna frá stríðshrjáðum svæðum.2015082191
Fram hefur komið ósk um að bæjarráð taki til umræðu vanda flóttamanna frá stríðshrjáðum svæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma a framfæri við Velferðarráðuneytið vilja Mosfellsbæjar til að taka á móti flóttamönnum. Jafnframt er samþykkt að fela framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs að gera minnisblað um að hverju þurfi að huga að í tengslum við slíkt.
5. Fyrirspurn til bæjarráðs um fyrirkomulag gatna og framkvæmdir að Ásum 42015081539
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um gatnagerð við Ása 4 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
6. Starfsmannabúðir á Leirvogstungumelum2015082219
Minnisblað vegna fyrirhugaðra starfsmannabúða Ístaks og starfsreglur vegna þeirra lagðar fram til kynningar.
Lagt fram.
7. Innkaup á skólavörum2015082225
Umræða um að fræðslunefnd skoði fyrirkomulag innkaupa á skólavörum í grunnskólum.
Bæjarráð óskar eftir því við fræðslunefnd að farið verið yfir hvernig staðið er að innkaupalistum hjá grunnskólum bæjarins og sérstaklega verði horft til hagkvæmnis- og umhverfisjónarmiða. Einnig verði ályktun Barnaheilla send nefndinni.
8. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Lýðræðisstefnu.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framkvæmdaáætlun fyrir árin 2015-2017 vegna lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar er jafnframt falið að koma með frekari tillögur um frarmkvæmd lýðræðisviku 2015.