9. apríl 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) varaformaður
- Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ)
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Afhending styrkja til afreksíþróttamanna í Mosfellsbæ 2015201503564
Einn íþróttamaður úr Mosfellbæ á rétt á Afrekstyrk frá Mosfellsbæ í ár. Hún mætir á fundinn til að taka á móti styrknum.
Á fundinn mætti Telma Rut Frímannsdóttir og tóku á móti afreksstyrk frá Mosfellsbæ. Nefndin óskar henni innilega til hamingju og vonar að styrkurinn nýtist henni vel til frekari afreka.
2. Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna sumarið 2015201502305
Tilnefning þeirra efnilegu ungmenna í Mosfelllbæ sem hljóta styrk til að stunda sína íþrótt- tómstund eða list sumarið 2015. Á fundinn mæta styrkþegar og fjölskyldur þeirra.
Á fundinn mættu styrkþegar og fjölskyldur þeirra. Nefndin óskar þeim innilega til hamingju og vonar að styrkurinn nýtist þeim vel til frekari afreka.
3. Kvennadeild Hvíta riddarans - umsókn um styrk201503129
Styrkbeiðni frá Hvíta Ridddaranum
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með eflingu kvennaknattspyrnu í Mosfellsbæ.
Íþróttafulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn Hvíta riddarans í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2016, með vísun í samning Mosfellsbæjar við Hvíta riddarann.4. Reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins200711264
Reglur um kjör íþróttamanns og -konu Mosfellsbæjar
Reglur vegna kjörs á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar yfirfarnar og íþróttafulltrúa falið að gera drög að nýjum reglum samkvæmt minnisblaði og umræðum á fundinum.