31. janúar 2014 kl. 09.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Álafossvegur 23, umsókn um byggingarleyfi201401574
Húsfélagið Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að byggja anddyri úr timbri og steinsteypu við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg samkvæmt framlögðum uppdráttum. Stærð viðbyggingar 22.7 m2, 65,7 m3.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir umsögn skipulagsnefndar þar sem fyrirhugað er að byggja úr steinsteypu í stað stáls, timburs og glers, viðbyggingin er breiðari og 7,7 m2 stærri en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.
2. Kvíslartunga 52, umsókn um byggingarleyfi201401257
Stálbindingar Drekavöllum 26 Hafnarfirði sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með sambygðum bílskúr á lóðinni nr. 52 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum uppdráttum. Stærð: Íbúðarhluti 185,9 m2, bílskúr 39,1 m2 samtals 770,6 m3.
Samþykkt.
3. Litlikriki 76, umsókn um byggingarleyfi201401469
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á og við húsið nr. 76 við Litlakrika 76 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
4. Laxatunga 70, umsókn um byggingarleyfi201401622
Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að flytja / reisa tvær færanlegar kennslustofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 70 við Laxatungu sunnan við núverandi mannvirki. Stærð tengibyggingar mhl. 08, 40,2 m2, 126,2 m3, tengibygging mhl. 10, 27,3 m2, 83,0 m3, kennslustofa mhl. 09, 81,0 m2, 292,8 m3, kennslustofa mhl. 11, 81,0 m2, 292,8 m3.
Samþykkt.