5. júní 2012 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Elín Gunnarsdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsókn um styrk v/Dagþjónustu Skálatúns - námsferð leiðbeinenda201203391
Ekki er unnt að verða við erindinu.
3. Framkvæmdir við húsnæðisúrræði í málaflokki fatlaðs fólks - áætlanagerð sveitarfélaga og þjónustusvæða201204203
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga sbr. tölvupóst 26. apríl 2012 þar sem óskað er eftir umsögn þjónustusvæðis Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um tillögu að framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, lagt fram ásamt umsögn verkefnastjóra gæða- og þróunarmála um áætlunina.
4. Notendastýrð persónuleg aðstoð NPA201202104
Vísað til starfsmanna til skoðunar.
5. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks - Breytingar á reglum201206017
Fjölskyldunefnd leggur til að bæjarstjórn samþykkti tillögu að breytingu á reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
6. Framkvæmdaáætlun jafnréttismála 2012201110140
Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri og jafnréttisfulltrúi gerir grein fyrir stöðu framkvæmdaáætlunar jafnréttismála 2012. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu um að jafnréttisdagur 18. september verði helgaður jafnrétti eldra fólks í Mosfellsbæ.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
2. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 2012201202171
Fjölskyldunefnd gerir ekki athugasemdir við framlagðann verkefnalista.
Barnaverndarmál/Trúnaðarmál
13. Fjárhagsaðstoð201205051
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
14. Fjárhagsaðstoð201205165
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
15. Húsaleigubætur201201155
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
16. Stuðningsfjölskylda201205241
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
17. Forsjár- og umgengnimál 10.5201109202
Niðurstaða fjölskyldunefndar samkvæmt bókun í málinu.
Fundargerðir til kynningar
20. Trúnaðarmálafundur - 726201205023F
Kynnt.
21. Trúnaðarmálafundur - 725201205018F
Kynnt.