Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. febrúar 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Herdís Sigurjónsdóttir formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
  • Jóhanna Björg Hansen bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fram­halds­skóli - ný­bygg­ing2010081418

    Óskað er heimildar til að staðfesta þátttöku Mosfellsbæjar í útboði vegna framhaldsskóla í Mosfellsbæ.

    Til máls tóku: HS, HSv, BH og JJB.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að stað­festa þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í út­boði vegna bygg­ing­ar fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ.

    • 2. Út­tekt á ástandi eldri hverfa201201381

      Til máls tóku: HS, JBH, JJB, HSv, BH og HAB.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til frek­ari vinnslu á um­hverf­is­sviði í sam­ræmi við um­ræð­ur og ábend­ing­ar sem fram komu á fund­in­um. Jafn­framt verði er­ind­ið sent um­hverf­is­nefnd til kynn­ing­ar.

      • 3. Snjómokst­ur 2011201201459

        Þegar erindi frá Umferðarstofu var til umræðu á 1059. fundi bæjarráðs, var óskað eftir umsögn/greinargerð vegna snjómoksturs og er þetta erindi sú greinargerð.

        Til máls tóku: HS, JBH, HSv, BH, JJB og HBA.

        Er­ind­ið lagt fram.

         

        • 4. Er­indi Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is varð­andi breyt­ingu á gjaldskrá201201571

          Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis óskar eftir samþykkt bæjarráðs á breyttri gjaldskrá, en breytingin er gerð til í samræmi við þegar samþykkta fjárhagsáætlun eftirlitsins.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um fram­lögð breyt­ing á gild­andi gjaldskrá Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­sýslu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu þar um frá eft­ir­lit­inu.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30