29. maí 2007 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lágafellsskóli - 3ji áfangi - bygging og innra starf.200705251
%0D%0D%0DATH. BREYTTAN FUNDARSTAÐ - ATH. BREYTT UPPHAF FUNDAR.%0D%0DMæting í Lágafellsskóla kl 17:15. Skoðuð staða byggingarframkvæmda og farið yfir innra starf í væntanlegum 3ja áfanga með stjórnendum eftir það.%0D%0DEftir þetta verður fundi fram haldið í Kjarna.
Fræðslunefnd fór í vettvangsskoðun á byggingarframkvæmdum 3ja áfanga Lágafellsskóla og var byggingin skoðuð með handleiðslu eftirlitsmanns.%0DÞá var farið yfir innra starf í 3ja áfanga Lágfellsskóla væntanlegt skólaár, 2007-8. Starfsemi í 3ja áfanga er leikskóladeild, 1. og 2. bekkur og heilsdagsskólaþjónusta.
2. Stærðfræðiveisla í ágúst - MATHEMATIKUM200705252
Kynnt var væntanlegt námskeið og sýning á stærðfræðiverkefnum og stærðfræðihlutum sem haldin verður í ágúst. Námskeiðin eru bæði fyrir leik- og grunnskólakennara og nemendur þeirra sem taka þátt í námskeiðum. Sýningin verður haldin í Íþróttamiðstöðinn að Varmá og verður opin almenningi á bæjarhátíðinni Í túninu heima í lok ágúst.%0D%0DTil máls tóku: BÞÞ,EHÓ,GA.
3. Erindi Menntamálaráðuneytisins varðandi æskulýðslög200705195
Lögin lögð fram.%0D%0DTil máls tóku: EHÓ,BÞÞ,GDA.
4. Ósk um úttekt á þörf á sálfræðiþjónustu grunnskóla - erindi Mosforeldra.200705235
Málinu frestað.
5. Krikaskóli - útboð og framkvæmdir - dómnefnd200703192
Til máls tók: EHÓ,BÞÞ,ASG,GDA.%0D%0DFræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að dómnefnd til að meta hönnunartillögur um Krikaskóla verði skipuð 3 einstklingum af bæjarstjórn. %0D%0DÞá verði starfsmenn nefndarinnar bæjarverkfræðingur og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, auk ráðgjafa frá VSÓ. Jafnframt geti nefndin kallað til aðra sérfræðinga Mosfellsbæjar, eftir því sem þurfa þykir.%0D%0DSamþykkt samhljóða.