Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. maí 2007 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi

    • 1. Lága­fells­skóli - 3ji áfangi - bygg­ing og innra starf.200705251

      %0D%0D%0DATH. BREYTTAN FUNDARSTAÐ - ATH. BREYTT UPPHAF FUNDAR.%0D%0DMæting í Lágafellsskóla kl 17:15. Skoðuð staða byggingarframkvæmda og farið yfir innra starf í væntanlegum 3ja áfanga með stjórnendum eftir það.%0D%0DEftir þetta verður fundi fram haldið í Kjarna.

      Fræðslu­nefnd fór í vett­vangs­skoð­un á bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um 3ja áfanga Lága­fells­skóla og var bygg­ing­in skoð­uð með hand­leiðslu eft­ir­lits­manns.%0DÞá var far­ið yfir innra starf í 3ja áfanga Lág­fells­skóla vænt­an­legt skóla­ár, 2007-8. Starf­semi í 3ja áfanga er leik­skóla­deild, 1. og 2. bekk­ur og heils­dags­skóla­þjón­usta.

      • 2. Stærð­fræði­veisla í ág­úst - MAT­HEMATIK­UM200705252

        Kynnt var vænt­an­legt nám­skeið og sýn­ing á stærð­fræði­verk­efn­um og stærð­fræði­hlut­um sem hald­in verð­ur í ág­úst. Nám­skeið­in eru bæði fyr­ir leik- og grunn­skóla­kenn­ara og nem­end­ur þeirra sem taka þátt í nám­skeið­um. Sýn­ing­in verð­ur hald­in í Íþróttamið­stöð­inn að Varmá og verð­ur opin al­menn­ingi á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima í lok ág­úst.%0D%0DTil máls tóku: BÞÞ,EHÓ,GA.

        • 3. Er­indi Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins varð­andi æsku­lýðslög200705195

          Lög­in lögð fram.%0D%0DTil máls tóku: EHÓ,BÞÞ,GDA.

          • 4. Ósk um út­tekt á þörf á sál­fræði­þjón­ustu grunn­skóla - er­indi Mos­for­eldra.200705235

            Mál­inu frestað.

            • 5. Krika­skóli - út­boð og fram­kvæmd­ir - dóm­nefnd200703192

              Til máls tók: EHÓ,BÞÞ,ASG,GDA.%0D%0DFræðslu­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að dóm­nefnd til að meta hönn­un­ar­til­lög­ur um Krika­skóla verði skip­uð 3 einst­k­ling­um af bæj­ar­stjórn. %0D%0DÞá verði starfs­menn nefnd­ar­inn­ar bæj­ar­verk­fræð­ing­ur og sviðs­stjóri fræðslu- og menn­ing­ar­sviðs, auk ráð­gjafa frá VSÓ. Jafn­framt geti nefnd­in kallað til aðra sér­fræð­inga Mos­fells­bæj­ar, eft­ir því sem þurfa þyk­ir.%0D%0DSam­þykkt sam­hljóða.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20