31. maí 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Drög að samningi um uppbyggingu á Leirvogstungumelum200602153
Áður á dagskrá 762. fundar bæjarráðs. Bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi þá falið að legga endanleg drög fyrir bæjarráð. Með fylgja samningsdrög.
Til máls tóku: RR, SÓJ, HSv, KT og MM:%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samnings við Ístak hf á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga%0D
2. Erindi SSSK varðandi gjaldskrá vegna leikskólabarna í sjálfstæðum leikskólum utan Mosfellsbæjar200605146
Áður á dagskrá 773. fundar bæjarráðs. Umsögn forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs fylgir.
Lagt fram.
3. Úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla200702098
Erindi frá fræðslunefnd þar sem óskað er aukafjárveitingar vegna úttektar á mötuneygum leik- og grunnskóla að fjárhæð 996 þúsund.
Til máls tóku: HSv, RR og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila úttekt á mötuneytum leik- og grunnskóla eins og fæðslunefnd leggur til í bókun sinni og kostnaðurinn 800 þúsund krónur verði tekin af liðnum ófryrirséð.
4. Alþingiskosningar 2007200704020
Fram er lögð skýrsla Yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar þar sem greinir framgang kosninganna, kostnaðaráætlun, tillögur að greiðslum o.fl.
Til máls tóku: HSv, KT, RR, SÓJ og MM.%0D%0DSkýrsla Yfirkjörstjórnar lögð fram til kynningar. Bæjarráð færir kjörstjórnunm og starfsfólki bestu þakkir fyrir vel unnin störf við undirbúning og framkvæmd kosninganna.%0D%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að ganga frá greiðslum vegna framkvæmdar kosninganna.
5. Erindi SSH varðandi stofnun samvinnunefndar um svæðisskipulagsmál200705091
Þessu erindi var frestað á 825. fundi bæjarráð. Aftur á dagskrá þessa fundar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að formaður skipulags- og byggingarnefndar og skipulagsfulltrúi sitji fyrir hönd Mosfellsbæjar í samvinnunefnd um svæðaskipulagsmál
6. Erindi Félagsmálaráðuneytis varðandi synjun á lögheimilisskráningu200703189
Til máls tóku: SÓJ, RR, HSv og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarritara að svara erindi ráðneytisins í samræmi við umræður á fundinum.
Almenn erindi
7. Umsókn starfsmanns um launað leyfi200705093
Umsókn um launað leyfi ásamt umsögnum leikskólafulltrúa og forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs.
Til máls tóku: HSv, RR, KT, SÓJ og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að verða við umsókn um launað leyfi í samræmi við framlagða umsókn og umsagnir þar um. Kostnaðurinn verði tekin af liðnum ófyrirséð.
8. Erindi Ólafs Gests Arnalds varðandi rykmengun í Mosfellsbæ200705232
Til máls tóku: HSv, MM, RR og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjaritara að svara bréfritara og jafnframt er erindinu vísað til bæjarverkfræðings til umsagnar og afgreiðslu.
9. Erindi félagsmálaráðuneytisins varðandi umsögn um tillögu að frumvarpi200705243
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarritara til umsagnar og afgreiðslu.