29. apríl 2019 kl. 14:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi201801025
Óðinsauga, Stórikriki 55, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Efstaland nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 232,8 m², auka íbúð 79,9 m², bílgeymsla 50,8 m², 970,73 m³.
Samþykkt.
2. Skálahlíð 7A, Fyrirspurn um byggingarleyfi201903104
Skálatún sækir um leyfi til að byggja við núverandi timburhús á lóðinni Skálahlíð nr.7a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir fyrir breytingu: 92,3 m², 316,0 m³. Stærðir eftir breytingu: 116,0 m², 418,8 m³.
Samþykkt.