31. janúar 2018 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Þuríður Stefánsdóttir (ÞS) áheyrnarfulltrúi
- Kristín Ásta Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Elín Guðný Hlöðversdóttir (EGH) áheyrnarfulltrúi
- Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017201801094
Bæjarráð vísaði þjónustukönnun sveitarfélaga 2017 til kynningar í nefndir. Um kynninguna sér Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
Kynning á þjónustkönnun sveitarfélaga frá 2017 kynnt. Fræðslunefnd beinir því til fræðslu- og frístundasviðs að kynna könnunina fyrir stofnunum sviðsins.
Gestir
- Arnar Jónsson
2. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017201703415
Upplýsingar um fjölda barna og hreyfingar í Mosfellsbæ nóvember og desember 2017 lagðar fram
Kynning á fjölda barna á leik- og grunnskólaaldri í Mosfellsbæ og breytingar milli mánuða.
3. Fræðsla SSH vorið 2018201801188
Fræðsla SSH hóps um endurmenntun kennara vorið 2018 kynnt og athygli vakin á fræðslu fyrir fræðslunefnd
Kynning á fræðslu SSH hóps(Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) um endurmenntun kennara vorið 2018. Áherslur á vorönninni verður á kennslu og móttöku nýbúa.
4. Málefni barna með geð- og þroskaraskanir201801322
Lagt fram til upplýsinga
Kynning á fyrirhugðum umræðu- og upplýsingafundi um málefni barna með geð- og þroskaraskanir sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir þann 9. febrúar nk. Á fundinn eru boðaðar fulltrúar félagsþjónustu og skólamála í sveitafélögunum. Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á vef Sambandsins frá 12.febrúar.
5. Fundardaplan fræðslunefndar vorönn 2018201801320
Áætlað fundarplan fræðslunefndar vor 2018
Lagt fram