1. desember 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Jón Eiríksson (JE) varaformaður
- Bryndís Björg Einarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Rúnar Bragi Guðlaugsson Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kjör Íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2016201611269
Farið yfir vinnuferla vegna kjörs á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2016.
Íþróttafulltrúi kynnti vinnuferla og reglur varðandi kjör á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2016.
2. Samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201609096
Bæjarráð samþykkti á 1273. fundi drög að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna og jafnframt að senda málið til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Lagður fram til kynningar samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
3. Upplýsingarbréf til nýrra íbúa201604032
Upplýsingarbréf til nýrra íbúa.
Frestað til næsta fundar.
4. Heimsókn íþrótta- og tómstundanefndar til félaga í Mosfellsbæ201610205
Íþrótta- og tómstundanefnd heimsækir íþrótta- og tómstundafélög bæjarins,til að kynna sér þeirra störf og stefnur. Golfklúbburinn Kjölur 18:00 Hestamannafélagið Hörður 19:00
Að þessu sinni heimsótti íþrótta- og tómstundanefnd, Golfklúbb Mosfellsbæjar þar tóku á móti þeim Gunnar Ingi Björnsson, framkvæmdarstjóri og Davíð Gunnlaugsson Íþróttastjóri.
Einnig voru Hestamenn heimsóttir, Hjá hestamannafélaginu Herði tóku á móti nefndinni Ragnhildur Traustadóttir og Ólafur Haraldsson.