Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. ágúst 2018 kl. 07:32,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Herdís Kristín Sigurðardóttir (HKS) 1. varabæjarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Uglugata 70 - um­sókn um stækk­un lóð­ar.201807181

    Erindi frá Guðlaugi Fjeldsted varðandi stækkun lóðar að Uglugötu 70.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1364. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar.

  • 2. Mis­ræmi í eig­enda­skrán­ingu - Norð­ur-Reyk­ir I, 123736201802234

    Beiðni um lóð undir mannvirki á Norður-Reykjum vegna ábendingar um misræmi í eigendaskráningu.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1364. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa.

  • 3. Geymslu­svæði Ístaks á Tungu­mel­um2018084514

    Geymslusvæði Ístaks á Tungumelum

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1364. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra og lög­manns Mos­fells­bæj­ar sem skuli í sam­ráði við Ístak leita mögu­legra lausna sem sam­ræm­ist hags­mun­um Mos­fells­bæj­ar.

  • 4. Beiðni um mat á lóð - Reykja­braut lnr. 1249412018084515

    Beiðni um mat á lóð eftir bruna - Reykjabraut lnr. 124941

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1364. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

  • 5. Al­þjóð­leg tón­list­ar­há­tíð í Mos­fells­bæ2018083733

    Ósk tónleikahaldara um samstarf við Mosfellsbæ.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1364. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar for­stöðu­manns bóka­safns- og menn­ing­ar­mála og for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

  • 6. Beiðni um um­sögn Bæj­ar­stjórn­ar2018084450

    Beiðni um umsögn Bæjarstjórnar fyrir 7. sept.

    Bók­un áheyrn­ar­full­trúa C- lista: Ég er ósam­mála þeirri leið sem farin er í þessu máli. Betra hefði ver­ið að fara þá leið að bæj­ar­stjóri fengi laun sem bæj­ar­full­trúi eins og að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar og laun sem bæj­ar­stjóri sér­stak­lega.

    Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um 1364. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að svara er­ind­inu til sam­ræm­is við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

  • 7. Vá­trygg­ing­ar Mos­fells­bæj­ar - út­boð201803402

    Frestað frá síðasta fundi. Kynnt niðurstaða útboðs á vátryggingum.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1364. fund­ar bæj­ar­ráðs að fela bæj­ar­stjóra að ganga til samn­inga við Sjóvá á grund­velli fyr­ir­liggj­andi til­boðs.

    • 8. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2018201802101

      Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um á 1364. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 700.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 1809_91 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.
      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.
      Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána og fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­mann­virki.
      Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

      Gestir
      • Pétur Jens Lockton, fjármálastjóri
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:36