29. mars 2017 kl. 17:15,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Guðrún Þórhildur Elfarsdóttir (GÞE) áheyrnarfulltrúi
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Bylgja Bára Bragadóttir 2. varamaður
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Magnea Steinunn Ingimundardóttir Verkefnastjóri Fræðslusviðs
Fundurinn hófst í Varmárskóla, Skólahljómsveit. [line]Að loknu fyrsta máli á dagskrá var fundinum framhaldið í Kjarna, Helgafelli.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn fræðslunefndar til Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar201703414
Kynning á starfsemi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar og helstu verkefnum sem framundan eru.
Fræðslunefnd þakkar fyrir áhugaverða kynningu á starfi skólahljómsveitarinnar.
2. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017201703415
Tölulegar upplýsingar leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar 2017. Farið verður yfir tölulegar upplýsingar og áætlanir vegna íbúafjölgunar.
Kynnt spá um tölulegar upplýsingar um fjölda grunnskólabarna á næstu tveimur árum. Fræðslunefnd óskar eftir að Fræðsluskrifstofa komi reglulega með nýjar tölur til geta fylgst með þróun samsetningar nýrra íbúa. Fræðslunefnd óskar jafnframt eftir því að fulltrúi umhverfissviðs komi og kynni fyrir fræðslunefnd hvernig þeir sjá þróun íbúða og íbúasamsetningar.
3. Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans201701401
Vegvísir - kynning á verkefnaáætlun í grunnskólum Mosfellsbæjar janúar - maí 2017.
Farið yfir stöðu verkefnis og verkefnaáætlun.