27. ágúst 2015 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Árbót við Engjaveg - umsókn um byggingarleyfi, reyndarteikningar, breytingar á húsi201507088
Gunnlaugur Johnsson Árbót við Engjaveg Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir reyndarteikningum, útlits og fyrirkomulagsbreytingum íbúðarhúss, baðhúss og geymslu á lóðinni Árbót við Engjaveg landnr. 125435 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: íbúðarhús 153,6 m2, baðhús 30,2 m2, útigeymsla 6,0 m2, 528,0 m3.
Samþykkt.
2. Árbót við Engjaveg - umsókn um byggingarleyfi fyrir verkfæraskúr201507085
Gunnlaugur Johnsson Árbót við Engjaveg Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir reyndarteikningum verkfæraskúrs úr timbri á lóðinni Árbót við Engjaveg landnr. 125435 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð verkfæraskúrs 14,0 m2, 35,3 m3.
Samþykkt.
3. Bjarg - umsókn um byggingarleyfi201507008
Albert Rútsson Bjargi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr forsteyptum einingum / byggja við íbúðarhúsið að Bjargi íbúðarrými og bílageymslu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss: Bílageymsla 163,9 m2, íbúðarrými 1. hæð 59,4 m2, íb. 2.hæð 177,7 m2, 1329,4 m3.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
4. Efri Hvoll - Umsókn um stöðuleyfi f. aðstöðugám fyrir bílstjóra Strætós á lóð OR.201504176
Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki OR vegna staðsetningar gámsins. Á fundi skipulagsnefndar þ.18.08.2015 var gerð eftirfarandi bókun vegna málsins. "Nefndin gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis fyrir aðstöðugáminn til eins árs".
Samþykkt.
5. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir "Lundur Farm ehf"201508097
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað að Lundi í Mosfellsbæ samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða gistiaðstöðu fyrir 17 rúmstæði í íbúðarhúsinu og húsi sem samþykkt er fyrir starfsmannaaðstöðu.
Byggingafulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
6. Snæfríðargata 20/umsókn um byggingarleyfi2015081950
Álftárós ehf Gerplustræti 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á bílgeymslu hússins nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gðögnum. Stækkun bílgeymslu 3,2 m2, 10,8 m3.
Samþykkt.