Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. ágúst 2015 kl. 13:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ár­bót við Engja­veg - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, reynd­arteikn­ing­ar, breyt­ing­ar á húsi201507088

    Gunnlaugur Johnsson Árbót við Engjaveg Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir reyndarteikningum, útlits og fyrirkomulagsbreytingum íbúðarhúss, baðhúss og geymslu á lóðinni Árbót við Engjaveg landnr. 125435 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: íbúðarhús 153,6 m2, baðhús 30,2 m2, útigeymsla 6,0 m2, 528,0 m3.

    Sam­þykkt.

    • 2. Ár­bót við Engja­veg - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir verk­færa­skúr201507085

      Gunnlaugur Johnsson Árbót við Engjaveg Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir reyndarteikningum verkfæraskúrs úr timbri á lóðinni Árbót við Engjaveg landnr. 125435 samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð verkfæraskúrs 14,0 m2, 35,3 m3.

      Sam­þykkt.

      • 3. Bjarg - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201507008

        Albert Rútsson Bjargi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr forsteyptum einingum / byggja við íbúðarhúsið að Bjargi íbúðarrými og bílageymslu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun húss: Bílageymsla 163,9 m2, íbúðarrými 1. hæð 59,4 m2, íb. 2.hæð 177,7 m2, 1329,4 m3.

        Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

        • 4. Efri Hvoll - Um­sókn um stöðu­leyfi f. að­stöð­ugám fyr­ir bíl­stjóra Strætós á lóð OR.201504176

          Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki OR vegna staðsetningar gámsins. Á fundi skipulagsnefndar þ.18.08.2015 var gerð eftirfarandi bókun vegna málsins. "Nefndin gerir ekki athugasemd við veitingu stöðuleyfis fyrir aðstöðugáminn til eins árs".

          Sam­þykkt.

          • 5. Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is fyr­ir "Lund­ur Farm ehf"201508097

            Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað að Lundi í Mosfellsbæ samkvæmt framlögðum gögnum. Um er að ræða gistiaðstöðu fyrir 17 rúmstæði í íbúðarhúsinu og húsi sem samþykkt er fyrir starfsmannaaðstöðu.

            Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið.

            • 6. Snæfríð­argata 20/um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi2015081950

              Álftárós ehf Gerplustræti 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir smávægilegum stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á bílgeymslu hússins nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gðögnum. Stækkun bílgeymslu 3,2 m2, 10,8 m3.

              Sam­þykkt.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.