Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. febrúar 2014 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Haga­land 11, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201402296

    Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Hagalandi 11 samkvæmt framlögðum gögnum.

    Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og vís­ar því til með­ferð­ar hjá skipu­lags­nefnd þar sem um­sókn­in fell­ur und­ir 1. mgr. 44.gr. skipu­lagslaga.

    • 2. Lág­holt 2b, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402117

      Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi.

      Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og ósk­ar eft­ir áliti skipu­lags­nefnd­ar, hvort til álita kem­ur að leyfa að inn­rétta nú­ver­andi bíl­geymslu sem íbúð­ar­rými, þvotta­hús og geymslu.

      • 3. Langi­tangi 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402290

        N1 hf. Dalvegi 10 - 14 Kópavogi sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugaáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum.

        Bygg­inga­full­trúi frest­ar af­greiðslu máls­ins og ósk­ar eft­ir áliti skipu­lags­nefnd­ar, hvort um­sótt at­riði eru inn­an ramma deili­skipu­lags á svæð­inu.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00