27. febrúar 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hagaland 11, fyrirspurn um byggingarleyfi201402296
Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Hagalandi 11 samkvæmt framlögðum gögnum.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og vísar því til meðferðar hjá skipulagsnefnd þar sem umsóknin fellur undir 1. mgr. 44.gr. skipulagslaga.
2. Lágholt 2b, umsókn um byggingarleyfi201402117
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti skipulagsnefndar, hvort til álita kemur að leyfa að innrétta núverandi bílgeymslu sem íbúðarrými, þvottahús og geymslu.
3. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi201402290
N1 hf. Dalvegi 10 - 14 Kópavogi sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugaáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum.
Byggingafulltrúi frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir áliti skipulagsnefndar, hvort umsótt atriði eru innan ramma deiliskipulags á svæðinu.