23. janúar 2007 kl. 17:15,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fréttir af starfi Skólahljómsveitar200701186
Daði Þór Einarsson kom á fundinn og upplýsti um helstu verkefni Skólahljómsveitarinnar um þessar mundir. Jafnframt lagði hann fram Annál Skólahljómsveitarinnar fyrir árið 2006.%0D%0DTil máls tóku: DÞE,HS,EHÓ,ASG.
2. Beiðni um að Borgarholtsskóli meti til eininga þátttöku í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar200611029
Lagt fram samkomulag við Borgarholtsskóla.
Til máls tóku: HS,SAP,DÞE,EHÓ.%0D%0DFræðslunefnd fagnar því að Borgarholtsskóli meti nú þátttöku í Skólahljómsveit til eininga í framhaldsskólanámi.
3. Námskeið fyrir skólanefndir á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga200701131
Kynning á námskeiði fyrir skólanefndir á vegum Sambandsins lögð fram.%0D%0DTil máls tóku: HS,BÞÞ,HJ,GDA.
4. Erindi Sigurlaugar Ragnarsdóttur v. fæðið í mötuneyti Varmárskóla200701073
Erindi Sigurlaugar Ragnarsdóttur lagt fram. Skólaskrifstofu falið að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.%0D%0DTil máls tóku: HS,GDA,JG,AKG,HR,HJ,EHÓ,ASG,GMS,BÞÞ,GA.%0D%0DAð gefnu tilefni leggur fræðslunefnd til eftirfarandi: "Mosfellsbær hefur tekið höndum saman við Lýðheilsustöð og er þátttakandi í verkefninu "Allt hefur áhrif, einkum við sjálf". Markmið verkefnisins er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum barna, ungs fólks og fjölskyldna þeirra með áherslu á aukna hreyfingu og bætt mataræði. Í markmiðum Mosfellsbæjar kemur fram að mikilvægt sé að reka gott skólamötuneyti í leik- og grunnskólum þar sem nemendum er boðið upp á heilsusamlegan mat og drykk í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um hollt mataræði. %0D%0DFræðslunefnd felur sviðsstjóra fræðslu og menningarsviðs að koma með tillögu um með hvaða hætti hægt er að gera úttekt á rekstri og gæðum mötuneyta grunn- og leikskóla Mosfellsbæjar."%0D
5. Erindi Heimili og skóla varðandi "Vinaleið"200611099
Lagt fram svar sviðsstjóra við erindi í samræmi við fyrri umfjöllun fræðslunefndar.
Svar sviðsstjóra til Heimilis og skóla lagt fram.%0D%0DTil máls tóku: BÞÞ,GDA,HS,ASG,EHÓ.
6. Krikaskóli - forsögn200605212
Lögð fram endurskoðuð forsögn um Krikaskóla.
Lögð fram drög að forsögn fyrir Krikaskóla, dagsett í janúar 2007.%0D%0DTil máls tóku: HS,BÞÞ,ASG,GDA,HJ.%0D%0DFræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta framlagða forsögn þar sem lagt er til að hafinn verði undirbúningur að spennandi og metnaðarfullu þróunarverkefni við byggingu skóla í Krikahverfi. Í skólanum verður lögð áhersla á náið samstarf milli leikskóla fyrir eins árs til 5 ára og fyrstu fjóra árganga grunnskólans. Með þessu er Mosfellsbær að fara nýjar leiðir í skólaþróun í landinu. %0D%0DSamþykkt með 3 atkvæðum.%0D %0DEnnfremur leggur fræðslunefnd til að framkvæmdin verði með þeim hætti er fram kemur í minnisblaði VSÓ og annarri útgáfu á forsögn vegna Krikaskóla frá janúar 2007 og verði frekari úrvinnslu vísað til bæjarráðs, að höfðu samráði við tækni- og umhverfissvið, en fræðslunefnd verði upplýst um framgang málsins samhliða.%0D%0DSamþykkt með 5 atkvæðum.%0D%0DFulltrúar S og B lista vilja ítreka þá afstöðu að þeir styðja uppbyggingu heildstæðra hverfisgrunnskóla, sem gefa meiri möguleika til skólaþróunar og þar sem sinnt er allri kennslu á grunnskólastigi, þ.m.t. hefðbundinni íþróttakennslu. Samkvæmt fyrirliggjandi forsögn um Krikaskóla er ekki gert ráð fyrir rými sérstaklega ætluðu til hefðbundinnar íþróttakennslu. Tilvonandi nemendur Krikaskóla í 1. til 4. bekk munu því að öllum líkindum þurfa að sækja íþróttakennslu annað. Fulltrúar S og B lista vilja lýsa ánægju með áframhaldandi þróun á samstarfi leik- og grunnskóla sem eiga á sér stað í Krikaskóla. Ennfremur lýsa fulltrúar S og B lista ánægju með að fallið hafi verið frá þeim hugmyndum fyrri meirihluta um að Krikaskóli yrði einkarekinn hverfisskóli. Þar sem gera má ráð fyrir að stefna meirihlutans varðandi Krikaskóla verði samþykkt telja fulltrúar S og B lista eðlilegt að framkvæmd verði með þeim hætti sem fram kemur í minnisblaði VSÓ og forsögninni sem liggur fyrir á fundinum.%0D%0DFulltrúar meirihluta D og V lista vilja árétta að um nýja hugmyndafræði í skólastarfi er að ræða og felur umrædd tillaga í sér ný skólaskil í skólastarfi barna frá eins árs til níu ára.%0D%0DEkki er búið að fullmóta hvernig staðið verður að íþróttakennslu í Krikaskóla og er það einn af þeim þáttum er verður útfærður nánar í tillögum ráðgjafahópsins.