26. mars 2019 kl. 13:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ástu-Sólliljugata 19-21, Umsókn um byggingarleyfi201806287
Framkvæmdir og Ráðgjöf ehf., Laufrimi 71 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 4 íbúða tveggja hæða fjölbýlishús með tveimur innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 19-21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 581,6 m², 1549,56 m³.
Samþykkt.
2. Laut-Dælustöðvarvegur 4B, Umsókn um byggingarleyfi201806286
Bjarni Össurarson og Sigrún Þorgeirsdóttir, Suðurgötu 35 Reykjavík, sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á lóðinni Lindarbyggð nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 257,2 m², 702,0 m³.
Samþykkt.
3. Suður-Reykir 5/Umsókn um byggingarleyfi.201701141
Jón M Jónsson Suður Reykjum 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytst ekki.
Samþykkt.
4. Sunnukriki 3 /Umsókn um byggingarleyfi201709287
Sunnubær ehf. Borgartúni 29 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja húsnæði á tveimur til sex hæðum fyrir skrifstofur, heilsugæslu og aðra þjónustu á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 5.090,5 m², 17.786,960 m³.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.