Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. október 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
  • Karl Tómasson 1. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varabæjarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2013 til 2016201205141

    Bæjarráð, 1095. fundur, vísar fjárhagsáætlun 2013 til 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Frekari fylgigögn s.s. greinagerðir með fjárhagsáætlun verða tengd á fundargátt um hádegisbil á mánudaginn kemur.

    Fyr­ir fund­in­um lágu drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir 2013 til 2016 en drög­in eru send til bæj­ar­stjórn­ar frá bæj­ar­ráði sem fjall­aði um drög­in á 1095. fundi sín­um þann 25. októ­ber sl.
    Fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið sátu einn­ig Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri og Aldís Stef­áns­dótt­ir (ASt) for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og upp­lýs­inga­mála.

    For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hann yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun bæj­ar­sjóðs og stofn­ana hans fyr­ir árin 2012 til 2016 og gerði grein fyr­ir helstu at­rið­um eins og þau voru kynnt á fundi bæj­ar­ráðs í sl. viku. Bæj­ar­stjóri þakk­aði að lok­um starfs­mönn­um fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar.
    For­seti bæj­ar­stjórn­ar tók und­ir orð bæj­ar­stjóra og þakk­aði starfs­mönn­um fyr­ir fram­lag þeirra til und­ir­bún­ings áætl­un­ar­inn­ar.

    Til máls tóku: HSv, BH, JJB, JS, HP og KGÞ.

    Þeir bæj­ar­full­trú­ar sem tóku til máls tóku und­ir þakk­ir bæj­ar­stjóra og for­seta bæj­ar­stjórn­ar til starfs­manna.

    Sam­þykkt með sjö at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætl­un­inni til síð­ari um­ræðu í bæj­ar­stjórn á reglu­leg­um fundi þann þann 21. nóv­em­ber nk.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30