31. október 2012 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) Forseti
- Karl Tómasson 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016201205141
Bæjarráð, 1095. fundur, vísar fjárhagsáætlun 2013 til 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Frekari fylgigögn s.s. greinagerðir með fjárhagsáætlun verða tengd á fundargátt um hádegisbil á mánudaginn kemur.
Fyrir fundinum lágu drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2013 til 2016 en drögin eru send til bæjarstjórnar frá bæjarráði sem fjallaði um drögin á 1095. fundi sínum þann 25. október sl.
Fundinn undir þessum dagskrárlið sátu einnig Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri og Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 2012 til 2016 og gerði grein fyrir helstu atriðum eins og þau voru kynnt á fundi bæjarráðs í sl. viku. Bæjarstjóri þakkaði að lokum starfsmönnum fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar.
Forseti bæjarstjórnar tók undir orð bæjarstjóra og þakkaði starfsmönnum fyrir framlag þeirra til undirbúnings áætlunarinnar.
Til máls tóku: HSv, BH, JJB, JS, HP og KGÞ.Þeir bæjarfulltrúar sem tóku til máls tóku undir þakkir bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar til starfsmanna.
Samþykkt með sjö atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn á reglulegum fundi þann þann 21. nóvember nk.