29. mars 2019 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þverholt 5 - ósk um breytingu á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði201902118
Borist hefur erindi frá Guðnýju Helgu Kristjánsdóttur dags. 22. janúar 2019 varðandi breytingu á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði að Þverholti 5.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið.
- Fylgiskjalerindi.pdfFylgiskjalIMG_8421.pdfFylgiskjalIMG_8426.pdfFylgiskjalIMG_8422.pdfFylgiskjalIMG_8427.pdfFylgiskjalIMG_8424.pdfFylgiskjalIMG_8428.pdfFylgiskjalIMG_8425.pdfFylgiskjalIMG_8429.pdfFylgiskjalIMG_8431.pdfFylgiskjalIMG_8432.pdfFylgiskjalIMG_8433.pdfFylgiskjalIMG_8434.pdfFylgiskjalIMG_8435.pdfFylgiskjalIMG_8436.pdfFylgiskjalIMG_8437.pdf
2. Lerkibyggð 1a - breyting á deiliskipulagi201903205
Borist hefur erindi frá Finnboga Rúti Jóhannessyni dags. 13. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Lerkibyggð 1a.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum hvað varðar stærð og hæð húss, stærð og staðsetningu byggingarreits og aðkomu.
3. Suður-Reykir lnr. 218499 - ósk um deiliskipulagningu lóðar201903218
Borist hefur erindi frá Guðmundi Jónssyni og Þuríði Yngvadóttur dags. 15. mars 2019 varðandi ósk um leyfi til að deiliskipuleggja lóð nr. 8 úr landi Suður-Reykja.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum hvað varðar stærðir og hæðir húsa, stærðir og staðsetningar byggingarreita og aðkomu.
4. Brekkuland 10 - frágangur á lóðarmörkum að Efstalandi201903298
Borist hefur erindi frá Úlfari Finbjörnssyni dags. 18. mars 2019 varðandi frágang á lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um málið.
5. Akurholt 12 - stækkun húss201903301
Borist hefur erindi frá Svövu Jónsdóttur ark. fh. húseigenda Akurholts 12 dags. 19. mars 2019 varðandi stækkun hússins að Akurholti 12.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna málið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
6. Ekra Mosfellsbæ - breyting á deiliskipulagi201903310
Borist hefur erindi frá Óskari Þór Óskarssyni fh. landeigenda á Ekru dags. 19. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir landið Ekru.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum hvað varðar stærðir og hæðir húsa, stærðir og staðsetningar byggingarreita og aðkomu.
7. Reykjahvoll - fyrirspurn til skipulagsnefndar varðandi breytingu á deiliskipulagi201903428
Borist hefur erindi frá Ragnari Kasperssyni dags. 21. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Reykjahvol.
Skipulagsnefnd bendir á að fyrirspurnir sem þessar verði að koma frá lóðareiganda.
8. Landsskipulagsstefna - lýsing fyrir gerð landsskipulagssstefnu201903340
Borist hefur erindi frá Skipulagsstofnun dags. 20. mars 2019 varðandi lýsingu Landsskipulagsstefnu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
9. Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 - skipulagslýsing201903155
Á 481. fundi skipulagsnefndar 19. mars 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða erindið, taka saman minnisblað um málið og leggja fram á næsta fundi nefndar." Lagt fram minnisblað skpulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara erindi Kópavogsbæjar í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
10. Bílastæði fyrir stóra bíla við Bogatanga - ósk um breytingu á notkun.2017081247
Á 443. fundi skipulagsnefndar 1. september 2017 varð gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir breytingu á deiliskipulagi svæðisins og felur skipulagsfulltrúa að leggja fram hugmyndir að breyttri landnotkun á svæðinu." Lögð fram tillaga að breytingu.
Áheyrnarfulltrúi S lista vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Umræður um málið, afgreiðslu frestað þar til á næsta fundi.
11. Landspilda 219270 í Mosfellsdal, deiliskipulagsbreyting.201804008
Á 462. fundi skipulagsnendar 22. maí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða málið betur áður en það verður tekið til umfjöllunar að nýju." Lögð fram ný gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga
12. Sumarhús í Þormóðsdal v/Hafravatn - bygging á nýju húsi201903458
Borist hefur erindi frá Jóhanni Sigurðssyni fh. eigenda lóðar lnr. 125604 dags. 25. mars 2019 varðandi byggingu á nýju húsi á lóðinni með lnr. 125604
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum um stærð og útlit hússins.
13. Endurskoðun Aðalskipulags - ósk um breytingu á landnotkunarflokkum201903466
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni fh. Margrétar Tryggvadóttur dags. 25. mars 2019 varðandi breytingu á landnotkun í endurskoðun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
14. Teigsland - breyting/endurskoðun á aðalskipulagi201812045
Á 473. fundi skipulagsnefndar 7. desember 2018 var gerð efitrfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir kynningu á málinu." Á fundinn mættu fulltrúar Teigslands ehf.
Frestað vegna forfalla fulltrúa Teigslands ehf.
Fundargerð
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 360201903027F
Lagt fram.
15.1. Bergrúnargata 1-1a, Umsókn um byggingarleyfi 201804073
Leirvogur ehf., Háholt 14, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Bergrúnargata nr. 1 og 1a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Hús nr. 1 179,1 m², 565,071 m³. Hús nr. 1a 178,1 m², 612,485 m³.15.2. Bugðufljót 9 /Umsókn um byggingarleyfi. 2018084453
Karina ehf., Breiðahvarf 5 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum fyrir Bugðufljót nr. 9 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.3. Efstaland 7, Umsókn um byggingarleyfi 201801025
Óðinsauga, Stórikriki 55, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á lóðinni Efstaland nr. 7, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 360,8 m² 970,73 m³15.4. Einiteigur 3, Umsókn um byggingarleyfi 201902091
Guðni Björnsson kt. 0911643029, Drápuhlíð 42 Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta áður samþykktum aðaluppdráttum einbýlishúss á einni hæð á lóðinni Einiteigur nr.3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.5. Fossatunga 17-19 / Umsókn um byggingarleyfi. 201812271
Járnavirkið ehf., Daggarvöllum 11 Hafnarfirði, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og stáli parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Fossatunga nr.17-19, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Hús nr. 17, 233,9 m², 671,9 m³. Hús nr. 19, 233,9 m², 671,9 m³.15.6. Hlíðartún 2a /Umsókn um byggingarleyfi 201803441
Pétur ehf., Hlíðartúni 2, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Hlíðartún nr.2a, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Matshluti 01 196,6 m², 637,0 m³. Matshluti 02 224,1 m², 732,4 m³.15.7. Kvíslartunga 68-70, Umsókn um byggingarleyfi. 201705088
Ervangur ehf. Rauðagerði 50 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga aðaluppdrátta parhúss á lóðunum nr. 68 og 70 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
15.8. Umsókn um stöðuleyfi við Þverholt 1 201903307
Hlöllabáta ehf., Háholt 14 Mosfellsbæ, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagn á lóðinni Þverholt nr. 1, í samræmi við framlögð gögn.