26. október 2016 kl. 15:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Harald S Holsvik aðalmaður
- Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
- Kristbjörg Hjaltadóttir embættismaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Mál til umfjöllunar á fundi öldungaráðs 26.10.2016201610239
Eftirfarandi málefni rædd. 1.Kjör formanns 2.Hjálpartæki í íþróttasal Eirhamra. 3.Fyrirspurn um heimahjúkrun, fjölda þeirra er þarfnast aðstoðar og hvernig aðstoð er veitt. 4.Stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra og hve margir eru á biðlista eftir vistun. 5.Fundur Öldungaráðs og stjórnar Eirar. 6.Að dagdeild Eirhamra verði skoðuð. 7.Önnur mál
1.Kjör formanns
Samþykkt að Theódór Kristjánsson verði formaður Öldungaráðs. Samþykkt með fimm atkvæðum meðlima Öldungaráðs.
2. Hjálpartæki í íþróttasal Eirhamra.
Gert hefur verið ráð fyrir kaupum á fjölþjálfa í íþróttasal Eirhamra á næsta ári. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.
3. Fyrirspurn um heimahjúkrun, fjölda þeirra er þarfnast aðstoðar og hvernig aðstoð er veitt.
Það eru 43 skráðir skjólstæðingar í dag skv. teymisbók heimahjúkrunar. Eðli málsins samkvæmt er þessi tala breytileg en er yfirleitt eru í þjónustu milli 42-48 skjólstæðingar. Þessir skjólstæðingar eru að fá vitjanir allt frá einu sinni í viku sem að er þá yfirleitt böðun með almennt eftirlit og mælingu lífsmarka upp í vitjanir tvisvar á dag. Nokkrir einstaklingar eru í lífslokameðferð og er þá samstarf við Karítas og heimaaðhlynningu. Eftirlit með stoma, suprapubis þvagleggjum, lyfjagjafir, ADL á hverjum morgni og hjálp við að komast í dagvistun o.s.fr. Heimahjúkrun tekur þátt í hjartabilunarverkefni Landspítalans og er í samstarfi við lungnateymi LSH. Í teymi heimahjúkrunar er einn hjúkrunarfræðingur og tveir sjúkraliðar. Þetta eru 2,1 stöðugildi. Inn í þessu hlutfalli er hjúkrunarfræðingur sem sinnir hjúkrunarstjórnun.
4. Stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra og hve margir eru á biðlista eftir vistun.
Stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra hefur verið fylgt eftir bæði með fundum með fulltrúum ráðuneytisins og ráðherra ásamt bréfaskriftum af hálfu bæjaryfirvalda. Málið er nú á borði ráðuneytisins.
Öldungaráð skorar á stjórnvöld að taka vel í beiðni um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra, enda sérlega hagkvæmt þar sem fyrirliggur að hægt sé að byggja hæð ofan á núverandi húsnæði.
Þeir Mosfellingar sem eru með gilt færni og heilsumat og eru á biðlista eftir hjúkrunarrými eru átta og einn á biðlista eftir dvalarrými samvkæmt upplýsingum frá Færni- og heilsufarsnefnd.5.Fundur Öldungaráðs og stjórnar Eirar.
Stjórn FaMos hefur verið boðið að vera ráðgefandi í fulltrúaráði Eirar. Svala Árnadóttir ætlar að vera í sambandi við fulltrúa stjórnar.6. Ósk um að dagdeild Eirhamra verði skoðuð.
Helga Einarsdóttir deildarstjóri Eirhamra er við 4 daga vikunnar milli 8-13 utan miðvikudaga. Helga leggur til að ráðið komi í heimsókn til kynningar 3 eða 4 nóvember 2016. Öldungaráð leggur til að óskað verði eftir því að fimmtudagurinn 17.nóvember verði fyrir valinu, kl 10:00. Starfsmaður öldungaráðs mun sjá um að óska einnig eftir því að hægt verði að skoða salinn fyrir sjúkraþjálfun með tilliti til leiðbeininga með þjálfunartækjum og öðrum aðbúnaði.
7.Önnur mál.
Fundir öldungaráðs
Heimsókn á dagdeild Eirhamra í nóvember
Fundur með fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar þann 18.nóvember
Rætt um að hitta bæjarráð í byrjun árs 2017
Fundur öldungaráðs miðvikudaginn 22.febrúar 2017
Fundur Öldungaráðs miðvikudaginn 19.apríl 2017Lagt til að fundir Öldungaráðs verði frá kl 14:00 til 15:00
Rætt mikilvægi þess að hálkuvarnir á göngustígum sé í lagi þegar hálka er svo eldra fólk, og allt fólk geti gengið óhrætt um stígana.
2. Opinn fundur ungmennaráðs201610145
Tillaga ungmennaráðs um sameiginlegan fund þess og Öldungaráðs.
Lagt til að Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir komi með erindi fyrir hönd Öldungaráðs á opin fund með Ungmennaráði. Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar mun boða fundinn.