Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. október 2016 kl. 15:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Harald S Holsvik aðalmaður
  • Magnús Þorlákur Sigsteinsson aðalmaður
  • Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) varamaður
  • Kristbjörg Hjaltadóttir embættismaður
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir embættismaður

Fundargerð ritaði

Kristbjörg Hjaltadóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mál til um­fjöll­un­ar á fundi öld­unga­ráðs 26.10.2016201610239

    Eftirfarandi málefni rædd. 1.Kjör formanns 2.Hjálpartæki í íþróttasal Eirhamra. 3.Fyrirspurn um heimahjúkrun, fjölda þeirra er þarfnast aðstoðar og hvernig aðstoð er veitt. 4.Stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra og hve margir eru á biðlista eftir vistun. 5.Fundur Öldungaráðs og stjórnar Eirar. 6.Að dagdeild Eirhamra verði skoðuð. 7.Önnur mál

    1.Kjör formanns

    Sam­þykkt að Theódór Kristjáns­son verði formað­ur Öld­unga­ráðs. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um með­lima Öld­unga­ráðs.

    2. Hjálp­ar­tæki í íþrótta­sal Eir­hamra.

    Gert hef­ur ver­ið ráð fyr­ir kaup­um á fjöl­þjálfa í íþrótta­sal Eir­hamra á næsta ári. Starfs­mönn­um fal­ið að vinna áfram að mál­inu.

    3. Fyr­ir­spurn um heima­hjúkr­un, fjölda þeirra er þarfn­ast að­stoð­ar og hvern­ig að­stoð er veitt.

    Það eru 43 skráð­ir skjól­stæð­ing­ar í dag skv. teym­is­bók heima­hjúkr­un­ar. Eðli máls­ins sam­kvæmt er þessi tala breyti­leg en er yf­ir­leitt eru í þjón­ustu milli 42-48 skjól­stæð­ing­ar. Þess­ir skjól­stæð­ing­ar eru að fá vitj­an­ir allt frá einu sinni í viku sem að er þá yf­ir­leitt böðun með al­mennt eft­ir­lit og mæl­ingu lífs­marka upp í vitj­an­ir tvisvar á dag. Nokkr­ir ein­stak­ling­ar eru í lífs­loka­með­ferð og er þá sam­st­arf við Karítas og heima­að­hlynn­ingu. Eft­ir­lit með stoma, suprapu­bis þvag­leggj­um, lyfja­gjaf­ir, ADL á hverj­um morgni og hjálp við að kom­ast í dag­vist­un o.s.fr. Heima­hjúkr­un tek­ur þátt í hjarta­bil­un­ar­verk­efni Land­spít­al­ans og er í sam­starfi við lungnateymi LSH. Í teymi heima­hjúkr­un­ar er einn hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og tveir sjúkra­lið­ar. Þetta eru 2,1 stöðu­gildi. Inn í þessu hlut­falli er hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur sem sinn­ir hjúkr­un­ar­stjórn­un.

    4. Stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra og hve marg­ir eru á bið­lista eft­ir vist­un.

    Stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra hef­ur ver­ið fylgt eft­ir bæði með fund­um með full­trú­um ráðu­neyt­is­ins og ráð­herra ásamt bréfa­skrift­um af hálfu bæj­ar­yf­ir­valda. Mál­ið er nú á borði ráðu­neyt­is­ins.

    Öld­ungaráð skor­ar á stjórn­völd að taka vel í beiðni um stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra, enda sér­lega hag­kvæmt þar sem fyr­ir­ligg­ur að hægt sé að byggja hæð ofan á nú­ver­andi hús­næði.

    Þeir Mos­fell­ing­ar sem eru með gilt færni og heil­sum­at og eru á bið­lista eft­ir hjúkr­un­ar­rými eru átta og einn á bið­lista eft­ir dval­ar­rými sam­vkæmt upp­lýs­ing­um frá Færni- og heilsu­fars­nefnd.

    5.Fund­ur Öld­unga­ráðs og stjórn­ar Eir­ar.
    Stjórn FaMos hef­ur ver­ið boð­ið að vera ráð­gef­andi í full­trúa­ráði Eir­ar. Svala Árna­dótt­ir ætl­ar að vera í sam­bandi við full­trúa stjórn­ar.

    6. Ósk um að dag­deild Eir­hamra verði skoð­uð.

    Helga Ein­ars­dótt­ir deild­ar­stjóri Eir­hamra er við 4 daga vik­unn­ar milli 8-13 utan mið­viku­daga. Helga legg­ur til að ráð­ið komi í heim­sókn til kynn­ing­ar 3 eða 4 nóv­em­ber 2016. Öld­ungaráð legg­ur til að óskað verði eft­ir því að fimmtu­dag­ur­inn 17.nóv­em­ber verði fyr­ir val­inu, kl 10:00. Starfs­mað­ur öld­unga­ráðs mun sjá um að óska einn­ig eft­ir því að hægt verði að skoða sal­inn fyr­ir sjúkra­þjálf­un með til­liti til leið­bein­inga með þjálf­un­ar­tækj­um og öðr­um að­bún­aði.

    7.Önn­ur mál.

    Fund­ir öld­unga­ráðs
    Heim­sókn á dag­deild Eir­hamra í nóv­em­ber
    Fund­ur með fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar þann 18.nóv­em­ber
    Rætt um að hitta bæj­ar­ráð í byrj­un árs 2017
    Fund­ur öld­unga­ráðs mið­viku­dag­inn 22.fe­brú­ar 2017
    Fund­ur Öld­unga­ráðs mið­viku­dag­inn 19.apríl 2017

    Lagt til að fund­ir Öld­unga­ráðs verði frá kl 14:00 til 15:00

    Rætt mik­il­vægi þess að hálku­varn­ir á göngu­stíg­um sé í lagi þeg­ar hálka er svo eldra fólk, og allt fólk geti geng­ið óhrætt um stíg­ana.

    • 2. Op­inn fund­ur ung­menna­ráðs201610145

      Tillaga ungmennaráðs um sameiginlegan fund þess og Öldungaráðs.

      Lagt til að Jó­hanna Borg­hild­ur Magnús­dótt­ir komi með er­indi fyr­ir hönd Öld­unga­ráðs á opin fund með Ung­menna­ráði. Edda Dav­íðs­dótt­ir tóm­stunda­full­trúi Mos­fells­bæj­ar mun boða fund­inn.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00