24. apríl 2015 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bakkasel í Elliðakotslandi l.nr. 125226 - Umsókn um byggingarleyfi201504159
Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
2. Brú í Elliðakotslandi - Umsókn um byggingarleyfi201504250
Konráð Magnússon Fléttuvöllum 35 fh. Datca ehf sækir um byggingarleyfi fyrir breyttri stærð á áðursamþykktum sumarbústað úr forsteyptum einingum á lóð nr 125216 í Elliðakotslandi í samræmi við framlögð gögn en stærð bústaðarins var við umfjöllun skipulagsnefndar og í grenndarkynntum gögnum 129,3 m2. Stærð bústaðs eftir breytingu er 129,3 m2, 675,0 m3. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.
Samþykkt.