24. janúar 2013 kl. 09.00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Árni Ísberg embættismaður
- Árni Davíðsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Arkarholt 19, umsókn um stækkun húss.201211028
Sigríður H Símonardóttir Arkarholti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breyta útliti, innra fyrirkomulagi og stækka húsið nr. 19 við Arkarholt í samræmi við framlögð gögn. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt en engar athugasemdir bárust. Stækkun íbúðarhúss: 71,1 m2, 214,0 m3. Stækkun bílskúrs: 28.0 m3. Stærð eftir breytingu: Íbúðarhús 241,4 m2, 849,0 m3. Bílskúr 51,8 m2, 210,8 m3.
Samþykkt.
2. Háholt 14, umsókn um byggingarleyfi, innrétting pizzastaðar.201301145
Pizza Pizza ehf Lóuhólum 2-6 Reykjavík sækir um leyfi til að innrétta pizzastað á 1. hæð Háholts 2 í rými 0105 samkvæmt framlögðum gögnum. Upprunaleg stærð rýmisins breytist ekki.
Samþykkt.
3. Hlaðhamrar 2, umsókn um byggingarleyfi fyrir farsímaloftnet.201301261
Síminn hf Ármúla 25 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp farsímaloftnet á þaki hússins að Hlaðhömrum 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur skriflegt samþykki þinglýstra eigenda Hlaðhamra 2 ásamt sameiginlegri yfirlýsingu norrænu geislavarnastofnananna.
Samþykkt.
4. Langitangi 1, umsókn um byggingarleyfivegna breytinga á innra skipulagi201301390
Olíuverslun Íslands hf Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og innrétta matsölustað fyrir 29 gesti að Langatanga 1 samkvæmt framlögðum gögnum. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
5. Súluhöfði 7, umsókn um byggingarleyfi,breyting á innra fyrirkomulagi.201301379
Aðalbergur Sveinsson Rauðamýri 1 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 7 við Súluhöfða í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
6. Sölkugata 10, umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirkomulagsbreytinga.201212031
Garðar Gunnarsson Stórakrika 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss fyrirkomulagsbreytingum á 1. hæð hússins nr. 10 við Sölkugötu í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
7. Völuteigur 4, umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirkomulagsbreytinga.201301449
Landsvirkjun Háaleitisbraut 68 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi húsins nr. 4 við Völuteig í samræmi við framlögð gögn. Með tilkomu stærri milllipalla eykst gólfflötur hússins um 99,7 m2 en grunnflötur og rúmmál húss verður óbreytt.
Samþykkt.