26. janúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áætlun um yfirlagnir 2017-2022201701096
Lögð er fyrir bæjarráð úttekt á ástandi slitlags gatna í Mosfellsbæ ásamt áætlun til ársins 2022 um yfirlagnir malbiks.
Lagt fram.
2. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201604031
Athugasemdir innanríkisráðuneytisins lagðar fram.
Bæjarráð telur ekki þörf á að breyta lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ og samþykkir hana óbreytta.
3. Starfsemi Skálatúns 2016 og nýr þjónustusamningur201701074
Farið yfir starfsemi Skálatúns.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, og Ásgeir Sigurgestsson (AS), verkefnastjóri gæða og þróunar, mættu á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær og Skálatún leiti til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og velferðarráðuneytisins um að fenginn verði óháður aðili til að framkvæma úttekt á fjármögnun og rekstri Skálatúns.
4. Opnunartími bæjarskrifstofu201606097
Lögð fram tillaga um að breytilegur opnunartími á bæjarskrifstofum verði til frambúðar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta opnunartíma bæjarskrifstofu til frambúðar þannig að á miðvikudögum verði opið frá kl. 8-18 og á föstudögum frá kl. 8-14. Aðra virka daga verði opið frá kl. 8-16.
5. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2016201701282
Matthías Þorvaldsson viðskiptastjóri hjá Gallup kemur á fundinn og kynnir niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2016. Framkvæmdastjórar sviða og deildarstjórar hefur verið boðið að vera viðstödd kynninguna.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, og Unnur V. Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Matthías Þorvaldsson (MÞ), viðskiptastjóri hjá Gallup, kynnti niðurstöður þjónustukönnunar Gallup. Íbúar Mosfellsbæjar eru ánægðastir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á í samanburði 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er gleðiefni fyrir alla þá er starfa fyrir Mosfellsbæ, kjörna fulltrúa sem og starfsmenn og hvetur þá áfram til góðra verka í þágu samfélagsins okkar og til að vinna áfram að markmiðum er lúta að því að veita framúrskarandi þjónustu til íbúa Mosfellsbæjar.
Samþykkt að vísa erindinu jafnframt til kynningar í nefndum bæjarins.