Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. janúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varamaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Áætlun um yf­ir­lagn­ir 2017-2022201701096

    Lögð er fyrir bæjarráð úttekt á ástandi slitlags gatna í Mosfellsbæ ásamt áætlun til ársins 2022 um yfirlagnir malbiks.

    Lagt fram.

  • 2. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201604031

    Athugasemdir innanríkisráðuneytisins lagðar fram.

    Bæj­ar­ráð tel­ur ekki þörf á að breyta lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ og sam­þykk­ir hana óbreytta.

  • 3. Starf­semi Skála­túns 2016 og nýr þjón­ustu­samn­ing­ur201701074

    Farið yfir starfsemi Skálatúns.

    Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, og Ás­geir Sig­ur­gests­son (AS), verk­efna­stjóri gæða og þró­un­ar, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær og Skála­tún leiti til Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga og vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins um að feng­inn verði óháð­ur að­ili til að fram­kvæma út­tekt á fjár­mögn­un og rekstri Skála­túns.

    • 4. Opn­un­ar­tími bæj­ar­skrif­stofu201606097

      Lögð fram tillaga um að breytilegur opnunartími á bæjarskrifstofum verði til frambúðar.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að breyta opn­un­ar­tíma bæj­ar­skrif­stofu til fram­búð­ar þann­ig að á mið­viku­dög­um verði opið frá kl. 8-18 og á föstu­dög­um frá kl. 8-14. Aðra virka daga verði opið frá kl. 8-16.

    • 5. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2016201701282

      Matthías Þorvaldsson viðskiptastjóri hjá Gallup kemur á fundinn og kynnir niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2016. Framkvæmdastjórar sviða og deildarstjórar hefur verið boðið að vera viðstödd kynninguna.

      Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, og Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mættu á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið.

      Matth­ías Þor­valds­son (MÞ), við­skipta­stjóri hjá Gallup, kynnti nið­ur­stöð­ur þjón­ustu­könn­un­ar Gallup. Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar eru ánægð­ast­ir með Mos­fells­bæ sem stað til að búa á í sam­an­burði 19 stærstu sveit­ar­fé­laga lands­ins. Það er gleði­efni fyr­ir alla þá er starfa fyr­ir Mos­fells­bæ, kjörna full­trúa sem og starfs­menn og hvet­ur þá áfram til góðra verka í þágu sam­fé­lags­ins okk­ar og til að vinna áfram að mark­mið­um er lúta að því að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu til íbúa Mos­fells­bæj­ar.

      Sam­þykkt að vísa er­ind­inu jafn­framt til kynn­ing­ar í nefnd­um bæj­ar­ins.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:09