Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. mars 2015 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Bakka­sel/Ell­iða­kots­land 125226, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201502379

  Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Elliðakots í stað núverandi 20,8 m2 frístundahúss. Á 260. afgreiðslufundi byggingafulltrúa var óskað eftir afstöðu skipulagsnefndar hvort til álita kæmi að leyfa umbeðnar framkvæmdir. Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2015 var fjallað um erindið og gerð var eftirfarandi bókun. "Skipulagsnefnd hafnar erindinu vegna ófullnægjandi gagna".

  Bygg­inga­full­trúi synj­ar er­ind­inu á grund­velli af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

  • 2. Dals­bú - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi hand­rið á þró201503329

   Guðrún Helga Skowronski Dalsbúi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja öryggishandrið úr timbri og möskvaneti á núverandi haugþró að Dalsbúi í samræmi við framlögð gögn.

   Sam­þykkt.

   • 3. Laxa­tunga 72-80, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201503288

    Húsbyggingar ehf Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 72-80 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss nr. 72: íbúðarrými 126,7 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,8 m2, samtals 719,4 m3. Stærð húss nr. 74: íbúðarrými 126,2 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,5 m2, samtals 718,5 m3. Stærð húss nr. 76: íbúðarrými 126,2 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,5 m2, samtals 718,5 m3. Stærð húss nr. 78: íbúðarrými 126,2 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,5 m2, samtals 718,5 m3. Stærð húss nr. 80: íbúðarrými 126,6 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,4 m2, samtals 717,8 m3.

    Sam­þykkt.

    • 4. Laxa­tunga 205-207, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201503292

     Morgan ehf Baugakór 4 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 205 og 207 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss nr. 205: Íbúðarrými 158,4 m2, bílgeymsla 25,0 m2, samtals 661,2 m3. Stærð húss nr. 207: Íbúðarrými 158,4 m2, bílgeymsla 25,0 m2, samtals 661,2 m3.

     Sam­þykkt.

     • 5. Uglugata 27-29, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201503351

      SVS fjárfestingar ehf Góðakri 5 Garðabæ sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum að lóðunum nr. 27 og 29 við Uglugötu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð húss nr. 27: Íbúðarrými 127,4 m2, bílgeymsla 31,1 m2, samtals 639,0 m3. Stærð húss nr. 31: Íbúðarrými 127,4 m2, bílgeymsla 31,1 m2, samtals 639,0 m3.

      Sam­þykkt.

      • 6. Voga­tunga 70-76, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201503293

       Húsbyggingar ehf Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 70 - 76 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss nr. 70: íbúðarrými 125,6 m2, bílgeymsla 27,6 m2, samtals 685,1 m3. Stærð húss nr. 72: íbúðarrými 125,6 m2, bílgeymsla 27,8 m2, samtals 685,1 m3. Stærð húss nr. 74: íbúðarrými 125,8 m2, bílgeymsla 27,6 m2, samtals 684,4 m3. Stærð húss nr. 76: íbúðarrými 125,4 m2, bílgeymsla 27,8 m2, samtals 684,4 m3.

       Sam­þykkt.

       • 7. Voga­tunga 78-82, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201503291

        Húsbyggingar ehf Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 78 - 82 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss nr. 78: íbúðarrými 125,6 m2, bílgeymsla 27,8 m2, samtals 685,1 m3. Stærð húss nr. 80: íbúðarrými 125,6 m2, bílgeymsla 27,6 m2, samtals 684,4 m3. Stærð húss nr. 82: íbúðarrými 125,4 m2, bílgeymsla 27,8 m2, samtals 684,4 m3.

        Sam­þykkt

        • 8. Voga­tunga 84-88, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201501739

         Morgan ehf Baugakór 4 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 84, 86 og 88 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss nr. 84: Íbúðarrými 129,4 m2, bílgeymsla/ geymsla 31,7 m2, samtals 654,0 m3. Stærð húss nr. 86: Íbúðarrými 131,9 m2, bílgeymsla/ geymsla 28,8 m2, samtals 653,7 m3. Stærð húss nr. 88: Íbúðarrými 129,2 m2, bílgeymsla/ geymsla 31,5 m2, samtals 653,9 m3.

         Sam­þykkt.

         • 9. Voga­tunga 90-94, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201503290

          Húsbyggingar ehf Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 90-94 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn. Stærð húss nr. 90: íbúðarrými 140,2 m2, bílgeymsla 23,0 m2, samtals 709,5 m3. Stærð húss nr. 92: íbúðarrými 140,4 m2, bílgeymsla 22,8 m2, samtals 709,5 m3. Stærð húss nr. 94: íbúðarrými 140,2 m2, bílgeymsla 22,8 m2, samtals 708,8 m3.

          Sam­þykkt.

          • 10. Þver­holt 2 - Lyf og Heilsa - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201503431

           Lyf og heilsa Síðumúla 20 Reykjavík sækja um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á rýmum 08 og 09 á fyrstu hæð þverholts 2 í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir hússins breytast ekki. Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda hússins.

           Sam­þykkt.

           Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.