23. maí 2014 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri 7, umsókn um byggingarleyfi201403427
Oddsmýri ehf. Réttarhvoli 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja þrjú geymsluhús úr timbri á lóðinni nr. 7 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Matshluti 01, 1405,9 m2, 4673,6 m3, matshluti 02, 1403,9 m2, 4670,0 m3, matshluti 03, 881,0 m2, 3354,8 m3.
Samþykkt.
2. Dvergholt 2, umsókn um byggingarleyfi201405158
Magnús Ingþórsson Dvergholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum og að stækka neðri hæð hússins nr. 2 við Dvergholt í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki meðeigenda í húsinu. Stækkun húss 14,1 m2, 11,0 m3.
Samþykkt.
3. Laxatunga 65, umsókn um byggingarleyfi201404364
Viktor Kristmannsson Þingholtsbraut 15 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 65 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum. Stærð: Neðri hæð, aukaíbúð 61,1 m2, aðalíbúð 103,0 m2 efri hæð, íbúð 120,2 m2, bílgeymsla 43,9 m2, samtals 978,5 m3.
Samþykkt.
4. Skuld 124367, umsókn um byggingarleyfi201405257
Guðrún Jóhannsdóttir Skuld í Mosfellsdal sækir um leyfi til að breyta núverandi bílskúr að Skuld í íbúðarrými samkvæmt framlögðum gögnum. Stærðir bílskúrs breytast ekki.
Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar til erindisins.
5. Svöluhöfði 24, umsókn um byggingarleyfi201405233
Jóhannes Þorkelsson Svöluhöfða 24 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri sólstofu við húsið nr. 24 við Svöluhöfða samkvæmt framlögðum gögnum. Stækkun sólstofu 9,7 m2, 37,5 m3.
Samþykkt.
6. Víðiteigur 6a, umsókn um byggingarleyfi201405171
Ragnhildur Þorsteinsdóttir Víðiteig 6A Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum og að innrétta risloft hússins nr. 6A við Víðiteig í samræmi við framlögð gögn. Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda í raðhúsalengjunni. Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Samþykkt.
7. Æðarhöfði 2, fyrirspurn um byggingarleyfi201405258
Fyrirspurn Batterísins arkitekta fh. Mosfellsbæjar um byggingarleyfi fyrir 5 færanlegar kennslustofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 2 við Æðarhöfða. Stofurnar fara lítillega út fyrir byggingarreit gildandi deiliskipulags og er óskað eftir því að frávik sé talið óverulegt sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Byggingafulltrúi óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar til þess hvort byggingaráformin geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óveruleg frávik frá skipulagi.