27. september 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Karl Tómasson 1. varamaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Farið yfir athugasemdir íbúa við drög að lýðræðisstefnu.
Fyrir fundinum lágu niðurstöður af fundi um kynningu á drögum af lýðræðisstefnu sem fram fór í Bókasafni Mosfellsbæjar þann 20. september sl. auk þess sem nefndinni höfðu eftir fundinn borist tvær athugasemdir frá einstaklingum sem setið höfðu fundinn. Niðurstöður af fundinum komu frá fjórum hópum sem settir voru saman á fundinum sjálfum.
Til máls tóku: HSv, HS, ASG, JJB, SDA og KT.
Farið var yfir fyrirliggjandi niðurstöður frá umræðum sem fram fóru í hópunum á ofangreindum fundi og þær athugasemdir sem bárust. Samþykkt var að starfsmenn nefndarinnar tækju niðurstöðurnar og felldu inní fyrirliggjandi drög að lýðræðisstefnuna og hefðu drögin þannig tilbúin á næsta fundi nefndarinnar sem þá afgreiddi drögin til bæjarstjórnar til staðfestingar. <BR>Þessi atriði eru að ábendingar geti borist til staðardagskrárfulltrúa frá íbúum, að ábendingarnar verði aðgengilega á vef bæjarins og um ákvæði um hverfafundi og samráð við hverfasamtök.