24. maí 2011 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Haraldur Sverrisson formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) 1. varamaður
- Karl Tómasson 1. varamaður
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir forstöðumaður kynningarmála
- Sigríður Indriðadóttir stjórnsýslusvið
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni lýðræðisnefndar201011056
Fyrir fundinn eru lögð drög að framkvæmdaáætlun við lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Einnig er gert ráð fyrir því að Annelise Larsen-Kaasgaard mæti á fundinn með fyrirlestur sinn um lýðræðismál í skólum.
Annelise Larsen-Kaasgaard, kennari í Varmárskóla, mætti á fundinn og hélt kynningu á niðurstöðu á rannsókn sinni á viðhorfum barna í 6.-10. bekk til lýðræðis.
Farið var yfir drög að lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og framkvæmdaáætlun. Ákveðið var að stefnan yrði ekki rædd efnislega á þessum fundi heldur myndu nefndarmenn senda athugasemdir við stefnuna og framkvæmdaáætlunina á kynningarstjóra og svo yrðu þær teknar fyrir og afgreiddar á næsta fundi nefndarinnar.