28. mars 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2017201701381
Lagðar eru fram umsóknir sem hafa borist um styrk í lista- og menningarsjóð Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla umsókna um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2017.
Menningarmálanefnd leggur til að úthlutun fjárveitinga til lista- og menningarmála árið 2017 verði með eftirfarandi hætti:
Heimildarmynd um Mosfellsbæ í 30 ár kr. 400.000,- Snorri kvikmynd kr. 250.000,- Álafosskórinn, Mosfellskórinn, Stöllurnar - kór, Kammerkór Mosfellsbæjar og Kvennakórinn Heklurnar, hver og einn 100.000.
2. Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs Mosfellsbæjar201601102
Lögð fram starfsáætlun ársins 2017.
Starfsáætlun Lista- og menningarsjóðs Mosfellsbæjar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
3. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkalistann skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Samþykkt að leggja áherslu á að styðja við uppbyggingu á bættri aðstöðu fyrir menningarstarfsemi í bænum.