28. apríl 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Eva Magnúsdóttir (EMa) formaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Berglind Þrastardóttir 3. varamaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) 1. varamaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Vilborg Sveinsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) áheyrnarfulltrúi
- Sólveig Franklínsdóttir (SFr) áheyrnarfulltrúi
- Þorbjörg María Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Niðurstöður samræmdra prófa haust 2014201501799
Á fundinn mæta fulltrúar skólanna og kynna að beiðni fræðslunefndar hvernig unnið er með niðurstöður samræmdra prófa í hverjum skóla.
Skólastjórar grunnskólanna mættu á fundinn og kynntu hvernig skólarnir vinna úr niðurstöðum samræmdra prófa í hverjum skóla.
2. Skýrsla mennta- og menningarmálaráðuneytisins með niðurstöðum úttektar Varmárskóla201102182
Lagt fram til upplýsinga
Lagt fram til upplýsinga.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd gerir að tillögu sinni að gerð verði úttekt á öllu kennslurými í Varmárskóla, gæðum þess og stærð, ásamt samantekt um núverandi notkun og aðbúnað í skólastofum. Ástæðan er að þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, þrátt fyrir að nú séu uppi tillögur um að fjölga nemendum í Varmárskóla til muna og taka í gagnið þriðju bygginguna sem er Brúarland.Íbúahreyfingin telur mesta óráð að ráðast í þessar aðgerðir án þess að ofangreindar upplýsingar liggi fyrir og undirstrikar mikilvægi þess að haft sé ítarlegt samráð við foreldrafélög, skólaráð og kennara í Varmárskóla.Samþykkt var að vísa tillögu M-listans, í heild sinni, til Skólaskrifstofu til frekari skoðunar.
3. Skólanámsskrá Krikaskóla201504233
Lagt fram til samþykktar
Skólastjóri Krikaskóla kynnti skólanámskrá skólans. Námskráin nær yfir bæði skólastigin, leik- og grunnskóla. Skólanámskráin samþykkt með 5 atkvæðum.
4. Mat á skólastarfi Krikaskóla201504221
Kynning á úttekt menntamálaráðuneytisisn á 3ja ára þróunarverkefni Krikaskóla.
Kynnt fyrirhuguð úttekt menntamálaráðuneytisins á 3ja ára þróunarverkefni Krikaskóla sem gerð verður í maí n.k.