21. september 2017 kl. 09:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Barrholt 22 /Umsókn um byggingarleyfi201709206
Guðmundur Vignir Ólafsson Barrholti 22 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr steinsteypu, timbri og gleri við vesturhlið hússins nr. 22 við Barrholt í samræmi við framlögð gögn. Stærð sólstofu 35,0 m2, 109,0 m3. Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Barrholts 24.
Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um málið.
2. Sunnukriki 3 /Umsókn um byggingarleyfi201709287
Sunnubær ehf. Borgartúni 29 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja þjónustuhús og hótel á lóðinni nr. 3 við Sunnukrika í samræmi við framlögð gögn.
Þar sem bílakjallari á framlögðum uppdráttum nær út fyrir byggingarreit óskar byggingafulltrúi eftir umsögn skipulagsnefndar á erindinu.