22. nóvember 2016 kl. 14:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Daníela Grétarsdóttir aðalmaður
- Embla Líf Hallsdóttir aðalmaður
- Guðlaug Karen Ingólfsdóttir aðalmaður
- Kristín Rán Guðjónsdóttir aðalmaður
- Dagur Fannarsson aðalmaður
- Emma Sól Jónsdóttir aðalmaður
- Lilja Maren Elíasdóttir aðalmaður
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Opinn fundur ungmennaráðs201610145
sameiginlegur fundur ungmennaráðs og öldungaráðs
Áfram unnið að opnum fundi í samvinnu við Öldungaráð. Ráðið hittist 30. nóv til að klára verkefni fyrir opna fundinn. Opin fundur 6.12 eða 13.12. Nefndarmenn verða látnir vita um leið og dagsetning hefur verið endanlega ákveðin.
2. námskeið fyrir nefndarmenn ungmennaráða á vegum UMFÍ "Sýndu í hvað þér býr"201611194
Fulltrúum Ungmennaráðs boðið á námskeið "sýndu hvað í þér býr hjá"
Fulltrúum Ungmennaráðs boðið á námskeið "sýndu hvað í þér býr hjá" hjá UMFÍ. Hópurinn fer miðvikudaginn 30.nóv.2016 með ungmennaráði Hafnafjarðar. Tómstundarfulltrúa falið að fá leyfi í skólum og hjá foreldrum. mæting í kjarna kl 09:00.