25. október 2016 kl. 17:15,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Jón Eiríksson (JE) varaformaður
- Bryndís Björg Einarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda R. Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heimsókn íþrótta- og tómstundanefndar til félaga í Mosfellsbæ201610205
Íþrótta- og tómstundanefnd heimsækir í þessum mánuði íþrótta-og tómstundafélög bæjarins, til að kynna sér þeirra störf og stefnur. 17:15 Skátafélagið Mosverjar (Nýja skátaheimilið við Álafossveg) 18:15 Ungmennafélagið Afturelding (Íþróttamiðstöðin að Varmá) 19:30 Hestamannafélagið Hörður (Harðarból, Varmárbökkum)
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar stefnir á að heimsækja flest þau félög sem að nefndin styrkir vegna barna og unglingastarfs, skoða starfstöðvar, ræða framtíðaráform strauma og stefnur
Að þessu sinni heimsótti íþrótta- og tómstundanefnd skátafélagið Mosverja. Mosverjar buðu heim í nýtt skátaheimili við Álafossveg. Á móti nenfdinni tók Dagbjört Brynjarsdóttir félagsforingi, Ævar Aðalsteinsson og Inga Ævarsdóttir
Þaðan lá leið til Ungmennafélagasins Aftureldingar ( Íþróttahúsinu að Varmá) Á móti nefndinni tóku Dagný Kristinsdóttir formaður Aftureldingar, Birna Jónsdóttir Gjaldkeri og Kjartan Reinholdsson nýr framkvæmdarstjóri Aftureldingar
Heimsókn til Hestamanna frestað vegna veikinda.