24. mars 2015 kl. 16:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Ólöf Arnbjörg Þórðardóttir (ÓAÞ) formaður
- Sturla Sær Erlendsson varaformaður
- Bylgja Bára Bragadóttir aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Katharina Knoche (KK) áheyrnarfulltrúi
- Jón Jóhannsson 1. varamaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsueflandi samfélag201208024
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin ehf kemur og kynnir stöðu verkefnisins. Lagður fram til samþykktar samningur um verkefnastjórn þróunarverkefnisins milli Mosfellsbæjar og Heilsuvinjar.
Samstarfssamningur við Heilsuvin ehf samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
2. Tindahlaup Mosfellsbæjar201502343
Lagður fram til kynningar samstarfssamningur vegna þátttöku Tindahlaups Mosfellsbæjar í fjölþrautarkeppni.
Lagt fram.
3. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2015201502220
Farið yfir umsóknir.
Nefndin felur forstöðumanni þjónustu-og samskiptadeildar að rita minnisblað þar sem lagt er til við bæjarstjórn hverjir eru útnefndir til að hljóta þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellbæjar 2015. Niðurstaða nefndarinnar samþykkt samhljóða.