24. júní 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) formaður
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, 2014201406225
Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðar fer yfir drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar sem fer fram 29. - 30. ágúst, 2014.
Á fundinn mætti Daði Þór Einarsson umsjónarmaður bæjarhátíðar og Aldís Stefánsdóttir starfsmaður og kynntu þau drög að dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima árið 2014.
2. Listasalur Mosfellsbæjar 2015 - tillögur að sýningum201406224
Kynntar umsóknir um að halda sýningar í Listasal Mosfellsbæjar árið 2015
Á fundinn mættu starfsmenn Listasalar, Málfríður Finnbogadóttir og Edda Guðmundsdóttir og kynntu drög að tillögum Listasalarins um sýningar á starfsárinu 2015. Tillögur starfsmanna Listasals lagðar fram en lagt er til að 10 sýningar verði á starfsárinu 2015.
Farið var yfir umsóknir og tillögur sýningum í Listasal Mosfellsbæjar árið 2015. Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar tillögur.
3. Reglur um styrkveitingar til ungmenna vegna norræns samstarfs201405220
Lögð fram drög að reglum.
Reglurnar lagðar fram.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta reglurnar.
4. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014201401438
Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sendur frá umhverfisnefnd til menningarmálanefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og staðfestur á 149. fundi umhverfisnefndar þann 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
Lagt fram.
5. Bæjarlistamaður 2014201406126
Fyrir fundinum liggur að velja bæjarlistamann 2014. Tillögur sem borist hafa frá íbúum lagðar fram.
Fyrri umferð á kjöri bæjarlistamanns fór fram.