22. júlí 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Í upphafi fundar samþykkti fundurinn tillögu formanns um afbrigði við útsenda dagskrá þess efnis að fundurinn taki fyrir mál nr. 201007176 um reglur vegna aðgangs að fundargátt. Fjallað verði um málið sem mál nr.1 á fundinum. Einnig samþykkti fundurinn að taka fyrir mál nr. 201007173 um battavöll vi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Reglur vegna aðgangs að fundargátt201007176
Til máls tóku: HS, BH, JS, BB og ÞBS.
Samþykktar reglur um aðgang að fundargátt sbr. minnisblað framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs dags. 14. júlí 2010.
2. Erindi Framsóknarflokksins varðandi aðgang að fundargögnum kjörtímabilið 2010 - 2014201006103
Málið var áður á dagskrá 984. fundar bæjarráðs sem óskaði umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
Til máls tóku: HS og JS.
Málið var áður á dagskrá 984. fundar bæjarráðs sem óskaði eftir umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
Bæjarráð samþykkir að veita Framsóknarflokki aðgang að fundargátt með þeim hætti að aðilar geti séð hvað lá til grundvallar meðhöndlun þeirra erinda sem hafa verið til umfjöllunar í stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Að öðru leyti er vísað til reglna um aðgang aðila innanbúðar að fundargátt sbr. mál nr. 1 á dagskrá fundarins nr. 201007176. Hvað varðar útprentun gagna vegna funda þá verði henni hætt nema þegar fjallað er um ársreikninga Mosfellsbæjar, þriggja ára áætlun og fjárhagsáætlun.
3. Erindi Háskóla Íslands varðandi styrk fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur201007127
Málið er í vinnslu hjá SHH.
Til máls tóku:HS.
Málið er til vinnslu hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til fjallað hefur verið um það á þeim vettvangi.
4. Erindi Icefitness varðandi styrk vegna Skólahreysti 2010201007132
Til máls tóku: HS, BH, ÞBS og BB.
Samþykkt að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
5. Erindi Vigdísar Steinþórsdótttur varðandi Heimsljós hátíð í Mosfellsbæ201007144
Til máls tóku: HS, BH og JS.
Bæjarráð setur sig ekki upp á móti notkun hópsins á aðstöðu við Álafosskvos, enda er hún sett upp með samkomur í huga og ekki er gert ráð fyrir neinum kostnaði fyrir Mosfellsbæ. Mikilvægt er að hátíðin valdi íbúum í nágrenninu ekki ónæði og að fyllsta öryggis sé gætt.
6. Viðbótarverk við lóðarframkvæmdir Krikaskóla201007131
Til máls tóku: HS, BH og JS.
Lagt fram, um afgreiðslu málsins er vísað til 7. máls á dagskrá fundarins, máls nr. 201007173.
7. Battavöllur við Varmárskóla201007173
Til máls tóku:HS, BH og JS.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægsbjóðanda, BJ Verktaka ehf.