20. september 2018 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Björg Einarsdóttir varamaður
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Berglind Ósk B. Filippíudóttir deildarstjóri barnaverndar-og ráðgjafardeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Landsfundur jafnréttismála og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018201804072
Landsfundur jafnréttismála og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018.
Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri mætti til fundarins og gerði grein fyrir minnisblaði vegna tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar.
Á fundinum var fjallað um tillögu mannauðsstjóra og jafnréttisfulltrúa að veita Afltaki ehf. jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar 2018, en eina tilnefningin sem kom fram eftir auglýsingu var um það fyrirtæki. Ákveðið var að veita fyrirtækinu jafnréttisviðurkenninguna fyrir viðleitni til að jafna kynjahlutföll í störfum sem eru yfirleitt aðeins unnin af körlum. Gengið var til atvkæða um tillöguna og hún samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta.Bókun C og S lista ásamt áheyrnafulltrúum nefndarinnar:
Minnihluti C og S lista ásamt áheyrnarfulltrúum nefndarinnar hörmum vinnubrögð meirihluta D og V lista fjölskyldunefndar við afgreiðslu tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2018. Æskilegt hefði verið að gefa nýkjörinni fjölskyldunefnd ríflegri tíma til að vinna faglega að málinu.Bókun D og V lista.
Því er alfarið hafnað að vinnubrögðum við afgreiðslu tilnefningarinnar hafi verið áfátt en var við afgreiðsluna fylgt sama framgangsmáta og hefur verið gert áður í fjölskyldunefnd. Þá voru allar upplýsingar fyrirliggjandi sem þurfti til að afgreiða málið svo og tillaga starfsmanna sem fara með þennan málaflokk hjá sveitarfélaginu.Gestir
- Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri