Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. september 2018 kl. 16:30,
2. hæð Reykjafell


Fundinn sátu

  • Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Björg Einarsdóttir varamaður
  • Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið

Fundargerð ritaði

Berglind Ósk B. Filippíudóttir deildarstjóri barnaverndar-og ráðgjafardeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Lands­fund­ur jafn­rétt­is­mála og jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar 2018201804072

    Landsfundur jafnréttismála og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018.

    Hanna Guð­laugs­dótt­ir mannauðs­stjóri mætti til fund­ar­ins og gerði grein fyr­ir minn­is­blaði vegna til­nefn­ing­ar til jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar.
    Á fund­in­um var fjallað um til­lögu mannauðs­stjóra og jafn­rétt­is­full­trúa að veita Afltaki ehf. jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar 2018, en eina til­nefn­ing­in sem kom fram eft­ir aug­lýs­ingu var um það fyr­ir­tæki. Ákveð­ið var að veita fyr­ir­tæk­inu jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­una fyr­ir við­leitni til að jafna kynja­hlut­föll í störf­um sem eru yf­ir­leitt að­eins unn­in af körl­um. Geng­ið var til at­vkæða um til­lög­una og hún sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um meiri­hluta.

    Bók­un C og S lista ásamt áheyrna­full­trú­um nefnd­ar­inn­ar:
    Minni­hluti C og S lista ásamt áheyrn­ar­full­trú­um nefnd­ar­inn­ar hörm­um vinnu­brögð meiri­hluta D og V lista fjöl­skyldu­nefnd­ar við af­greiðslu til­nefn­ing­ar til jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar 2018. Æski­legt hefði ver­ið að gefa ný­kjör­inni fjöl­skyldu­nefnd ríf­legri tíma til að vinna fag­lega að mál­inu.

    Bók­un D og V lista.
    Því er al­far­ið hafn­að að vinnu­brögð­um við af­greiðslu til­nefn­ing­ar­inn­ar hafi ver­ið áfátt en var við af­greiðsl­una fylgt sama fram­gangs­máta og hef­ur ver­ið gert áður í fjöl­skyldu­nefnd. Þá voru all­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir­liggj­andi sem þurfti til að af­greiða mál­ið svo og til­laga starfs­manna sem fara með þenn­an mála­flokk hjá sveit­ar­fé­lag­inu.

    Gestir
    • Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 17:23