24. apríl 2017 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ragnheiður Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Ásmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á útikennslu í Hlaðhömrum201704150
Kynning á útikennslunámi í leikskólanum Hlaðhömrum, markmið og framkvæmd. Á fundinn mætti Dóra Wild, leikskólakennari á Hlaðhömrum og kynnti starfið.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða og áhugaverða kynningu.
2. Talmeinaþjónusta í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar201704151
Kynning á talmeinaþjónustu í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar skólaárið 2016-17. Á fundinn mætti Kirstín Lára Halldórsdóttir talmeinafræðingur og kynninguna þjónustuna.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu.Málefnið kemur aftur til kynningar í haust.
3. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017201703415
Upplýsingar um stöðu innritunar apríl 2017.
Öll börn á leikskólaaldri sem sótt hefur verið um leikskólavist fyrir hafa fengið úthlutað leikskólaplássi fyrir haustið.
4. Viðhorfskönnun daggæslu barna í heimahúsi201704152
Niðurstöður á viðhorfi foreldra sem eru með börn sín í daggæslu í heimahúsi kynntar.
5. Ráðning leikskólastjóra Reykjakots 2017201702086
Kynning á ráðningu leikskólastjóra við leikskólann Reykjakot
Ráðning nýs leikskólastjóra lögð fram til kynningar.