Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. nóvember 2015 kl. 09:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Langi­tangi 1, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201511121

    Olíuverslun Íslands Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til að endurnýja eldsneytistanka og olíuskilju á lóðinni nr. 1 við Langatanga. Jafnframt er sótt um leyfi til að setja upp tímabundið þrjá ofanjarðarbirgðageyma í samræmi við framlögð gögn á meðan framkvæmdir standa yfir.

    Sam­þykkt, enda verði lagð­ir fram sérupp­drætt­ir vegna verks­ins og bygg­ing­ar­stjóri og iðn­meist­ari verði skráð­ir á það.

    • 2. Mið­kot í Úlfars­felli / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201509469

      Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka sumarbústað úr timbri á lóð nr. 175253 í landi Úlfarsfells í samræmi við framlögð gögn. Stækkun bústaðs 24,0 m2, 77,0 m3. Stærð bústaðs eftir breytingu 83,9 m2, 301,2 m3. Á 400. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið byggingarleyfi verði veitt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

      Sam­þykkt.

      • 3. Skála­hlíð 31 / um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201508106

        Daníel V. Antonsson Burknavöllum 1C Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús og bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð íbúðar 137,8 m2, bílgeymsla 43,4 m2, 702,8 m3.

        Sam­þykkt.

        • 4. Vefara­stræti 24-30 Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201511086

          Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum / breytingum á stigum í húsunum nr. 24 - 30 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn. Heildarstærðir húsa breytast ekki.

          Sam­þykkt.

          • 5. Vefara­stræti 32-38 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201510271

            LL06 ehf Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 32 íbúða fjölbýlishús og bílakjallara á lóðinni nr. 32 - 38 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn. Kjallari / geymslur 622,3 m2, bílakjallari 496,9 m2, 1. hæð 1062,1 m2, 2. hæð 1062,1 m2, 3. hæð 1062,1 m2, 12318,9 m3.

            Sam­þykkt.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.