24. janúar 2012 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
- Kristín Ingibjörg Pálsdóttir (KIP) vara áheyrnarfulltrúi
- Bergljót Kristín Ingvadóttir áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhanna Magnúsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna S Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Karl Ásbjörn Hjartarson áheyrnarfulltrúi
- Berglind Bára Hansdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10.bekk 2012201201410
Lagt fram.
2. Mötuneytismál - frír hafragrautur201201411
Minnisblað lagt fram.
Lagt til að bæjarráð verði upplýst um kostnaðartölur og málinu vísað þangað.
Jafnframt er því beint til skólanna að kanna áhuga foreldra fyrir málinu í samvinnu við foreldrafélög og/eða skólaráð, hvort sem tilboðið væri frítt eða kostaði.
3. Frístundafjör haust 2011201201037
Lagt fram til upplýsinga
Upplýsingar um frístundafjör haustið 2011.
Tilboð um frístundafjör er á vegum Aftureldingar í samvinnu við frístundasel Mosfellsbæjar. Á haustönn 2011 sóttu 217 börn frístundafjör eða 77% af heildarfjölda barna á þessum aldri (6 og 7 ára grunnskólanemendur) í Mosfellsbæ.
Upplýsingum um frístundafjör vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.
4. Samstarfssamningur sveitarfélaga við RannUng um rannsóknarverkefni í leikskólum201112003
Fræðslunefndin fagnar framlögðum samstarfssamningi.
5. Leikskóladeild Varmárskóla201201220
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar fréttabréf leikskóladeildarinnar að Varmá. Fræðslunefnd þakkar upplýsingar og lýsir yfir ánægju með þetta öfluga kynningarstarf.
6. Samantekt um framkvæmd á niðurgreiðslu vistunargjalda201201438
Lögð fram samantekt um framkvæmd á breyttu fyrirkomulagi á niðurgreiðslum vistunargjalda.