22. júlí 2016 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Fjalar Freyr Einarsson (FFE) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Í upphafi fundar voru samþykkt afbrigði við útsenda dagskrá þess efnis að taka mál nr. 201601279 fyrir.[line][line]Helga Marta Hauksdóttir áheyrnarfulltrúi af fundi að lokinn umfjöllun um almenn mál.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Framkvæmdaáætlun kynnt.
Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn við umfjöllun málsins.
Farið var yfir framkvæmdaáæltun jafnréttisáætlunar 2014-2017. Ennfremur var farið yfir verklagsferli vegna einelti og áreitni og verklagsreglur um öryggi starfsmanna.2. Jafnréttisdagur 2016201607045
Hugmyndir um dagskrá dagsins verða ræddar á fundi fjölskyldunefndar.
Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn við umfjöllun málsins.
Samþykkt var að halda jafnréttisdag Mosfellsbæjar 19. september 2016. Málinu vísað til frekari umfjöllunar á næsta fundi nefndarinnar.
3. Landsfundur 2016 - Akureyri201607101
Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn við umfjöllun málsins.
Samþykkt að þrír fulltrúar fjölskyldunefndar sæki landsfund jafnréttisnefnda 2016.
4. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019201606131
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019
Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn við umfjöllun málsins.
Kynnt var umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019.
5. Skálatún - Aðalfundur 2016201606211
Aðalfundur Skálatúns 2016, gögn frá aðalfundi kynnt.
Lagt fram.
6. SSH - sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðra201510261
Skýrsla um úttekt og tillögur Barry Connor á starfsemi Strætó bs. vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ásamt úrskurði kærunefndar útboðsmála frá 21. júní 2016 í máli All Iceland Tours ehf. gegn Strætó bs.
Frestað.
7. Frumvarp til laga um útlendinga201604240
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um frumvarp til laga um útlendinga.
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs kynnt.
8. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019201606116
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019.
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og bókun bæjarráðs 21.júlí 2016 kynnt.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
9. Sameiginleg ferðaþjónusta fatlaðs fólks - tillaga SSH201601279
Endurskoðuð þjónustulýsing og sameignlegar reglur vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk send til staðfestingar.
Fjölskyldunefnd samþykkir tillögu stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sbr. bréf dags. 12. júlí 2016 um sameiginlegar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og þjónustulýsingu.
Fundargerðir til staðfestingar
10. Trúnaðarmálafundur - 1031201607014F
Fundargerð 1031. trúnaðarmálafundar afgreidd á 245. fjölskyldunefndarfundi eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerðir til kynningar
11. Trúnaðarmálafundur - 1030201607011F
Lagt fram.
12. Trúnaðarmálafundur - 1029201607009F
Lagt fram.
13. Trúnaðarmálafundur - 1028201607005F
Lagt fram.
14. Trúnaðarmálafundur - 1027201607002F
Lagt fram.
15. Trúnaðarmálafundur - 1026201606031F
Lagt fram.
19. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 1201606026F
Lagt fram.
20. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 2201606027F
Lagt fram.
21. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 3201606028F
Lagt fram.
22. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 4201606029F
Lagt fram.
23. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 5201607004F
Lagt fram.