20. febrúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Opnir fundir nefnda og reglur hvað það varðar samkvæmt 46. grein sveitarstjórnarlaga201210269
Lögð eru fyrir drög að reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar. Afgreiðslu frestað á 1115. fundi bæjarráðs.
Drög að reglum um opna fundi með vísan til 46. greinar sveitarstjórnarlaga, samþykkt með þremur atkvæðum.
2. Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu201307085
Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu vegna svarbréfs bæjarráðs frá nóv. 2013.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara bréfritara. Jafnframt verði því vísað til skipulagsnefndar að fara yfir ástand á nýbyggingarsvæðum.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga201401473
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing,kærunefnd, hælismál).
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til Alþingis.
4. Erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu að Þverholti 19201401593
Umsögn um erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu við Þverholti 19.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við erindinu.
5. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð201401629
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð þar sem m.a. er óskar eftir hita í battavöllin o.fl.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara með vísan til framkominnar umsagnar.
6. Erindi lögreglustjóra vegna umsagnarbeiðni varðandi rekstrarleyfi201402109
Erindi lögreglustjóra vegna umsagnarbeiðni varðandi rekstrarleyfi gististaðar Hveramýri 1.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
7. Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi201402121
Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir veitingahús Rizzo pizza að Urðarholti 2.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu leyfis, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
8. Erindi Björgunarsveitarinnar Kyndils201402170
Erindi Björgunarsveitarinnar Kyndils þar sem óskað er eftir aðstoð Mosfellsbæjar vegna tjóns á flugeldakerru.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
9. Erindi Norræna félagsins varðandi sumarstörf fyrir Nordjobb sumarið 2014201402171
Erindi Norræna félagsins þar sem óskað er eftir því að ráðið verði í tvö Nordjobb störf á vegum Mosfellsbæjar sumarið 2014.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
10. Heilsueflandi samfélag201210195
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættar Ólöf Kristín Sívertsen (ÓS) stjórnarformaður Heilsuvinjar og Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.
Ólöf Kristín fór yfir og kynnti stöðu verkefnisins heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ og svaraði spurningum fundarmanna.