Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. febrúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Opn­ir fund­ir nefnda og regl­ur hvað það varð­ar sam­kvæmt 46. grein sveit­ar­stjórn­ar­laga201210269

    Lögð eru fyrir drög að reglum vegna opinna funda nefnda Mosfellsbæjar. Afgreiðslu frestað á 1115. fundi bæjarráðs.

    Drög að regl­um um opna fundi með vís­an til 46. grein­ar sveit­ar­stjórn­ar­laga, sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

    • 2. Er­indi Þórð­ar Ásmunds­son­ar varð­andi bygg­ing­ar­skil­mála í Leir­vogstungu201307085

      Erindi Þórðar Ásmundssonar varðandi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu vegna svarbréfs bæjarráðs frá nóv. 2013.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara bréf­rit­ara. Jafn­framt verði því vísað til skipu­lags­nefnd­ar að fara yfir ástand á ný­bygg­ing­ar­svæð­um.

      • 3. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á lög­um um út­lend­inga201401473

        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum nr. 96/2002, um útlendinga, með síðari breytingum (EES-reglur, innleiðing,kærunefnd, hælismál).

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda um­sögn fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til Al­þing­is.

        • 4. Er­indi Þroska­hjálp­ar varð­andi snjó­bræðslu að Þver­holti 19201401593

          Umsögn um erindi Þroskahjálpar varðandi snjóbræðslu við Þverholti 19.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ekki sé hægt að verða við er­ind­inu.

          • 5. Er­indi Íbúa­sam­taka Leir­vogstungu vegna batta­vall­ar við skóla­lóð201401629

            Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu vegna battavallar við skólalóð þar sem m.a. er óskar eftir hita í battavöllin o.fl.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara bréf­rit­ara með vís­an til fram­kom­inn­ar um­sagn­ar.

            • 6. Er­indi lög­reglu­stjóra vegna um­sagn­ar­beiðni varð­andi rekstr­ar­leyfi201402109

              Erindi lögreglustjóra vegna umsagnarbeiðni varðandi rekstrarleyfi gististaðar Hveramýri 1.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

              • 7. Er­indi lög­reglu­stjóra varð­andi um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyfi201402121

                Erindi lögreglustjóra varðandi umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir veitingahús Rizzo pizza að Urðarholti 2.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd við út­gáfu leyf­is, en vís­ar að öðru leyti til um­sagn­ar bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar hvað varð­ar at­riði eins og bygg­ing­ar- og skipu­lags­skil­mála, loka­út­tekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.

                • 8. Er­indi Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils201402170

                  Erindi Björgunarsveitarinnar Kyndils þar sem óskað er eftir aðstoð Mosfellsbæjar vegna tjóns á flugeldakerru.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

                  • 9. Er­indi Nor­ræna fé­lags­ins varð­andi sum­arstörf fyr­ir Nor­djobb sum­ar­ið 2014201402171

                    Erindi Norræna félagsins þar sem óskað er eftir því að ráðið verði í tvö Nordjobb störf á vegum Mosfellsbæjar sumarið 2014.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

                    • 10. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201210195

                      Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættar Ólöf Kristín Sívertsen (ÓS) stjórnarformaður Heilsuvinjar og Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála.

                      Ólöf Kristín fór yfir og kynnti stöðu verk­efn­is­ins heilsu­efl­andi sam­fé­lag í Mos­fells­bæ og svar­aði spurn­ing­um fund­ar­manna.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30