Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. desember 2012 kl. 07:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Högni Snær Hauksson varaformaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Richard Már Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi For­eldra­sam­taka gegn áfengisaug­lýs­ing­um201211009

    Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum o.fl. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar.

    Er­indi For­eldra­sam­taka gegn áfengisaug­lýs­ing­um þar sem vakin er at­hygli að þær séu óæski­leg­ar á íþrótta­svæð­um.

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd tek­ur und­ir ábend­ing­ar bréf­rit­ara og fel­ur íþrótta­full­trúa að koma þess­um skila­boð­um áleið­is til þeirra sem aug­lýsa á og í kring­um íþrótta­svæði.

    • 2. Stefnu­mót­un á íþrótta- og tóm­stunda­sviði200906129

      Stefna í íþrótta- og tómstundamálum Mosfellsbæjar lögð fram. Gerð þessarar stefnu á sér nokkurn aðdraganda. Vorið 2009 var haldinn fundur um stefnumótun hins nýstofnaða menningarsviðs Mosfellsbæjar sem íþrótta- og tómstundamál heyra undir. Fundurinn var opinn öllum bæjarbúum og hafa hugmyndir frá þeim fundi mótað endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnunnar. Fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna þessi byrjunarverkefni stefnumótunarinnar í samvinnu við íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins. Nefndin lét síðan vinna úr þessum hugmyndum og vorið 2012 var haldið íþrótta- og tómstundaþing í Mosfellsbæ. Auk þess að kynna drög að stefnunni voru hagsmunaaðilar spurðir lykilspurninga varðandi málaflokkinn. Í kjölfar álits þeirra tók stefnan breytingum og er nú hluti hennar.

      Stefna í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um Mos­fells­bæj­ar lögð fram. Gerð þess­ar­ar stefnu á sér nokk­urn að­drag­anda. Vor­ið 2009 var hald­inn fund­ur um stefnu­mót­un hins ný­stofn­aða menn­ing­ar­sviðs Mos­fells­bæj­ar sem íþrótta- og tóm­stunda­mál heyra und­ir. Fund­ur­inn var op­inn öll­um bæj­ar­bú­um og hafa hug­mynd­ir frá þeim fundi mótað end­ur­skoð­un íþrótta- og tóm­stunda­stefn­unn­ar. Feng­inn var ut­an­að­kom­andi ráð­gjafi til að vinna þessi byrj­un­ar­verk­efni stefnu­mót­un­ar­inn­ar í sam­vinnu við íþrótta- og tóm­stunda­nefnd bæj­ar­ins. Nefnd­in lét síð­an vinna úr þess­um hug­mynd­um og vor­ið 2012 var hald­ið íþrótta- og tóm­stunda­þing í Mos­fells­bæ. Auk þess að kynna drög að stefn­unni voru hags­muna­að­il­ar spurð­ir lyk­il­spurn­inga varð­andi mála­flokk­inn. Í kjöl­far álits þeirra tók stefn­an breyt­ing­um og er nú hluti henn­ar.

      Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd lýs­ir yfir ánægju með fram­komna stefnu fyr­ir mála­flokk­inn íþrótt­ir- og tóm­stund­ir í Mos­fells­bæ. Stefn­an tek­ur bæði til þeirra verk­efna sem sveit­ar­fé­lag­ið sjálft hef­ur með hönd­um, en er einn­ig stefna bæj­ar­ins um hvern­ig sveit­ar­fé­lag­ið hyggst eiga sam­st­arf og styðja við íþrótt­ir og tóm­stund­ir sem eru stund­að­ar í bæj­ar­fé­lag­inu á ábyrgð ein­stak­linga og fé­laga. Nefnd­in legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja fram­lagða stefnu.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:00