20. desember 2012 kl. 07:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Högni Snær Hauksson varaformaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Richard Már Jónsson aðalmaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum201211009
Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum o.fl. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar.
Erindi Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem vakin er athygli að þær séu óæskilegar á íþróttasvæðum.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir ábendingar bréfritara og felur íþróttafulltrúa að koma þessum skilaboðum áleiðis til þeirra sem auglýsa á og í kringum íþróttasvæði.
2. Stefnumótun á íþrótta- og tómstundasviði200906129
Stefna í íþrótta- og tómstundamálum Mosfellsbæjar lögð fram. Gerð þessarar stefnu á sér nokkurn aðdraganda. Vorið 2009 var haldinn fundur um stefnumótun hins nýstofnaða menningarsviðs Mosfellsbæjar sem íþrótta- og tómstundamál heyra undir. Fundurinn var opinn öllum bæjarbúum og hafa hugmyndir frá þeim fundi mótað endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnunnar. Fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna þessi byrjunarverkefni stefnumótunarinnar í samvinnu við íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins. Nefndin lét síðan vinna úr þessum hugmyndum og vorið 2012 var haldið íþrótta- og tómstundaþing í Mosfellsbæ. Auk þess að kynna drög að stefnunni voru hagsmunaaðilar spurðir lykilspurninga varðandi málaflokkinn. Í kjölfar álits þeirra tók stefnan breytingum og er nú hluti hennar.
Stefna í íþrótta- og tómstundamálum Mosfellsbæjar lögð fram. Gerð þessarar stefnu á sér nokkurn aðdraganda. Vorið 2009 var haldinn fundur um stefnumótun hins nýstofnaða menningarsviðs Mosfellsbæjar sem íþrótta- og tómstundamál heyra undir. Fundurinn var opinn öllum bæjarbúum og hafa hugmyndir frá þeim fundi mótað endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnunnar. Fenginn var utanaðkomandi ráðgjafi til að vinna þessi byrjunarverkefni stefnumótunarinnar í samvinnu við íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins. Nefndin lét síðan vinna úr þessum hugmyndum og vorið 2012 var haldið íþrótta- og tómstundaþing í Mosfellsbæ. Auk þess að kynna drög að stefnunni voru hagsmunaaðilar spurðir lykilspurninga varðandi málaflokkinn. Í kjölfar álits þeirra tók stefnan breytingum og er nú hluti hennar.
Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju með framkomna stefnu fyrir málaflokkinn íþróttir- og tómstundir í Mosfellsbæ. Stefnan tekur bæði til þeirra verkefna sem sveitarfélagið sjálft hefur með höndum, en er einnig stefna bæjarins um hvernig sveitarfélagið hyggst eiga samstarf og styðja við íþróttir og tómstundir sem eru stundaðar í bæjarfélaginu á ábyrgð einstaklinga og félaga. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða stefnu.