23. ágúst 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunguskóli - leikskóladeild2011081184
Fundurinn hefst í Laxatungu í Leirvogstunguhverfi, þar sem ný leikskóladeild er að taka til starfa.
Fræðslunefnd kynnti sér starfsemi nýrrar leikskóladeildar Leirvogstunguskóla. Gyða Vigfúsdóttir skólastjóri og Herdís Rós Kjartansdóttir staðarhaldari í Leirvogstunguskóla kynntu deildina og væntanlega starfssemi. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með hið nýja húsnæði, leiksvæði og væntanlegt starf í leikskóladeildinni, þar sem 33 börn munu dvelja næsta vetur.
2. Erindi Umboðsmanns Barna varðandi niðurskurð í skólum201103368
1023. fundur bæjarráðs sendir erindi Umboðsmanns barna til kynningar í nefndinni.
Lagt fram.
3. Forfallakennsla í grunnskólum201106220
Til upplýsingar fyrir fræðslunefnd.
Lagt fram.
4. Lokaskýrsla verkefnisins Allt hefur áhrif, einkum við sjálf201105180
1030. fundur bæjarráðs. Lokaskýrslan verði send fræðslu- fjölskyldu- og íþrótta- og tómstundanefndum til upplýsingar.
Lagt fram. Fræðslunefnd leggur til að vinnuhópur um verkefnið "Allt hefur áhrif" vinni úr niðurstöðum skýrslunnar og skili til nefndarinnar sínum niðurstöðum og framtíðarlýðheilsuverkefni í Mosfellsbæ.
5. Reglur um úthlutun leikskólaplássa - drög að breytingum á orðalagi2011081185
Gögn berast á mánudag.
Lagt var til við bæjarstjórn að drög að nýjum reglum verði samþykktar. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum.
6. Fjöldi leikskólabarna haustið 20112011081183
Gögn berast á mánudag.
Í gögnum sem lögð voru fyrir fundinn kemur fram að leikskólabörn í Mosfellsbæ eru 596. Í áætlunum leikskólanna við gerð fjárhagsáætlunar 2011 var gert ráð fyrir 560 leikskólabörnum. Fræðslunefnd felur Skólaskrifstofu að fara yfir áhrif þess á áætlanir bæjarins og vísi málinu til bæjarráðs ef þurfa þykir.
7. Staða mála á leikskólum Mosfellsbæjar vegna verkfalls2011081182
Á fundinum verður fræðslunefnd upplýst um stöðu mála.
Fræðslunefnd fagnar því að ekki kom til verkfalls.