Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. ágúst 2011 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Eva Magnúsdóttir (EMa) varaformaður
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Sæunn Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
  • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs

Fundargerð ritaði

Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri fræðslusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leir­vogstungu­skóli - leik­skóla­deild2011081184

    Fundurinn hefst í Laxatungu í Leirvogstunguhverfi, þar sem ný leikskóladeild er að taka til starfa.

    Fræðslu­nefnd kynnti sér starf­semi nýrr­ar leik­skóla­deild­ar Leir­vogstungu­skóla.  Gyða Vig­fús­dótt­ir skóla­stjóri og Herdís Rós Kjart­ans­dótt­ir stað­ar­hald­ari í Leir­vogstungu­skóla kynntu deild­ina og vænt­an­lega starfs­semi.  Fræðslu­nefnd lýs­ir yfir ánægju sinni með hið nýja hús­næði, leik­svæði og vænt­an­legt starf í leik­skóla­deild­inni, þar sem 33 börn munu dvelja næsta vet­ur.

    • 2. Er­indi Um­boðs­manns Barna varð­andi nið­ur­skurð í skól­um201103368

      1023. fundur bæjarráðs sendir erindi Umboðsmanns barna til kynningar í nefndinni.

      Lagt fram.

      • 3. For­falla­kennsla í grunn­skól­um201106220

        Til upplýsingar fyrir fræðslunefnd.

        Lagt fram.

        • 4. Loka­skýrsla verk­efn­is­ins Allt hef­ur áhrif, einkum við sjálf201105180

          1030. fundur bæjarráðs. Lokaskýrslan verði send fræðslu- fjölskyldu- og íþrótta- og tómstundanefndum til upplýsingar.

          Lagt fram.  Fræðslu­nefnd legg­ur til að vinnu­hóp­ur um verk­efn­ið "Allt hef­ur áhrif" vinni úr nið­ur­stöð­um skýrsl­unn­ar og skili til nefnd­ar­inn­ar sín­um nið­ur­stöð­um og fram­tíð­ar­lýð­heilsu­verk­efni í Mos­fells­bæ.

          • 5. Regl­ur um út­hlut­un leik­skóla­plássa - drög að breyt­ing­um á orða­lagi2011081185

            Gögn berast á mánudag.

            Lagt var til við bæj­ar­stjórn að drög að nýj­um regl­um verði sam­þykkt­ar.  Fræðslu­nefnd sam­þykk­ir til­lög­una með fjór­um at­kvæð­um.

            • 6. Fjöldi leik­skóla­barna haust­ið 20112011081183

              Gögn berast á mánudag.

              Í gögn­um sem lögð voru fyr­ir fund­inn kem­ur fram að leik­skóla­börn í Mos­fells­bæ eru 596.  Í áætl­un­um leik­skól­anna við gerð fjár­hags­áætl­un­ar 2011 var gert ráð fyr­ir 560 leik­skóla­börn­um.  Fræðslu­nefnd fel­ur Skóla­skrif­stofu að fara yfir áhrif þess á áætlan­ir bæj­ar­ins og vísi mál­inu til bæj­ar­ráðs ef þurfa þyk­ir.

               

               

              • 7. Staða mála á leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar vegna verk­falls2011081182

                Á fundinum verður fræðslunefnd upplýst um stöðu mála.

                Fræðslu­nefnd fagn­ar því að ekki kom til verk­falls.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00