20. maí 2010 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjölskyldustefna Mosfellsbæjar200509178
Erindinu er vísað frá fjölskyldunefnd til umsagnar.
Fjölskyldustefnan lögð fram. Menningarmálanefnd gerir tillögu að breytingu á framkvæmdaáætlun og er framkvæmdastjóra menningarsviðs falið að koma því á framfæri við fjölskyldusvið.
2. Umsókn um styrk til menningarmála 2010 - Lista- og menningarsjóður201003384
Umsókn frá Mosfellskórnum
Menningarmálanefnd leggur til að veittur verði styrkur til Mosfellskórsins kr. 100.000,- og greitt verði úr Lista- og menningarsjóði, enda rúmast það innan áætlunar sjóðsins.
3. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Rafræn gögn á fundargátt á miðvikudag.
Drög að Menningarstefnu Mosfellsbæjar lögð fram. Nefndin leggur til að stefnan verði kynnt hagsmunaaðilum og embættimönnum falið að safna saman athugasemdum og leggja fyrir nefndina.