24. febrúar 2017 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Ragnar Þór Ragnarsson 1. varamaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017201701266
Lögð fram ósk umhverfisnefndar um tillögur frá öllum nefndum bæjarins að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2017. Verkalistan skal velja út frá þeim verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Frestur til að skila inn tillögum er til 1. mars 2017.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að leggja áherslu á þau verkefni sem tilgreind eru í kaflanum:
Mosfellsbær er umburðarlynt bæjarfélag sem státar af fjölbreyti¬-
legu mannlífi í fjölmenningarlegu samfélagi þar sem eftirfarandi tveir töluliðir eru tilgreindir.
1.Upplýsingar um þjónustu bæjarins séu aðgengilegar á erlendum tungumálum, svo sem ensku og pólsku, til að vinna gegn mismunun.
2.Tryggt sé að til staðar sé virk móttökuáætlun fyrir móttöku innflytjenda í sveitarfélaginu til að flýta fyrir aðlögun þeirra og aðgengi að upplýsingum.2. Fjölskyldusvið-ársfjórðungsyfirlit 2016201604053
Ársfjórðungsyfirlit fjölskyldusviðs, V. ársfjórðungur. Mál tekið upp frá 251. fundi fjölskyldunefndar.
Ársfjórðungsyfirlit fjölskyldusviðs vegna IV. ársfjórðungs er lagt fram.
Fundargerðir til staðfestingar
4. Trúnaðarmálafundur - 1091201702020F
Fundargerð 1091. trúnaðarmálafundar afgreidd á 252. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
Fundargerðir til kynningar
7. Trúnaðarmálafundur - 1085201701027F
Lagt fram.
8. Trúnaðarmálafundur - 1086201701031F
Lagt fram.
9. Trúnaðarmálafundur - 1087201702002F
Lagt fram.
10. Trúnaðarmálafundur - 1088201702009F
Lagt fram.
11. Trúnaðarmálafundur - 1089201702011F
Lagt fram.
12. Trúnaðarmálafundur - 1090201702016F
Lagt fram.