22. nóvember 2010 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) formaður
- Þórhallur G Kristvinsson aðalmaður
- Hafdís Rut Rudolfsdóttir aðalmaður
- Sæunn Þorsteinsdóttir aðalmaður
- Gísli Freyr J. Guðbjörnsson vara áheyrnarfulltrúi
- Marta Hildur Richter menningarsvið
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Fundargerð ritaði
Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning á fornleifaverkefninu í Mosfellsdal - Hrísbrú201011103
Á fundinn mætir prófessor Jesse Byock sem stýrt hefur fornleifaverkefninu MAP frá upphafi.
Á fundinn mætti Jesse Byock sem stýrt hefur fornleifaverkefninu MAP frá upphafi. Jesse greindi frá fornleifaverkefninu stöðu þess í dag og framtíðarverkefni.
Hann lagði áherslu á mikilvægi stuðnings Mosfellsbæjar í gegnum tíðina og til framtíðar.
2. Umsókn Sögumiðlunar um styrk vegna verkefnisins Mosfellsdalur á víkingaöld2010081835
Menningarmálanefnd lýsir yfir áhuga á verkefninu sem hér er kynnt. Framkvæmdastjóra sviðs er falið að ræða við umsækjendur um umsóknina.
3. Jólaball 2011201011104
Menningarmálanefnd leggur til að jólaball verði haldið í Hlégarði 28. desember. Kostnaður við ballið er 370.000,- og leggur menningarmálanefnd til við bæjarstjórn að upphæðin verði tekin úr Lista- og menningarsjóði eins og hefð er fyrir og áætlanir sjóðsins gerðu ráð fyrir.
4. Erindi Snorraverkefnisins varðandi stuðning sumarið 2011201011119
Menningarmálanefnd getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
5. Handbók menningarmálanefndar201011100
Frestað.
6. Stefnumótun í menningarmálum200603117
Frestað.