17. desember 2014 kl. 19:25,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi KPMG varðandi óhæði endurskoðenda 2014201411093
Erindi KPMG varðandi óhæði endurskoðenda, en þar kemur fram yfirlýsing endurskoðenda um að þeir séu með öllu óháðir bæjarstjórn í endurskoðunarstörfum sínum.
Lagt fram.
2. Merking sveitabýla í Mosfellssveit201412263
Óskað eftir merkingum á gömlum sveita- og eyðibýlum í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til Þróunar- og ferðamálanefndar til frekari útfærslu og undirbúnings.
3. Neyðarstjórn Mosfellsbæjar201412271
Lögð fram drög að erindisbréfi vegna skipunar í neyðarstjórn Mosfellsbæjar tímabilið 2014-2018. Neyðarstjórn Mosfellsbæjar hefur verið starfandi frá árinu 2009. Unnið er að uppfærslu stjórnkerfiskafla viðbragðsáætlunar vegna heimsfaraldurs inflúensu undir leiðsögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.
Erindisbréf staðfest með þremur atkvæðum og forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar falið að senda það út.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.201411083
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn til Alþingis í samræmi við framkomið minnisblað.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál201411136
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn til Alþingis í samræmi við framkomið minnisblað.