21. febrúar 2019 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjartur Steingrímsson formaður
- Kristín Ýr Pálmarsdóttir (KÝP) varaformaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) aðalmaður
- Unnar Karl Jónsson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) aðalmaður
- Þorlákur Ásgeir Pétursson áheyrnarfulltrúi
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) áheyrnarfulltrúi
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fráveituáætlun Mosfellsbæjar 20182018084280
Fráveituáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til kynningar. Á fundinn kemur Brynjólfur Björnsson frá Verkfræðistofunni Mannviti og kynnir fráveituáætlunina.
Brynjólfur Björnsson frá verkfræðistofunni Mannvit kom á fundinn og fór yfir fráveituáætlun Mosfellsbæjar.
Málið rætt.
Umhverfisnefnd þakkar fyrir góða kynningu og hvetur til að horft verði til hennar í starfsemi bæjarins.2. Fræðsluefni til íbúa vegna ofanvatns201505017
Kynning á upplýsingariti til íbúa í Mosfellsbæ um vatnsvernd og verndun viðkvæmra vatnsfalla
Umhverfisstjóri vakti athygli á kynningabæklingi um vatnsvernd og verndun viðkvæmra vatnsfalla sem aðgengilegur er á heimasíðu bæjarins og hefur verið sendur til íbúa.
Umhverfisnefnd hvetur til þess að íbúar verði minntir reglulega á mikilvægi mengunarvarna við heimahús.3. Grár dagur - Átaksverkefni fyrir bættum loftgæðum201902125
Kynning á loftgæðaverkefni Strætó bs. þegar svifryksmengun er mikil
Umhverfisstjóri kynnti verkefni Strætó um frítt í stætó á gráum dögum.
Umhverfisnefnd fagnar verkefninu.4. Erindi Hjólafærni á Íslandi varðandi Bíllausa daginn201902136
Lagt fram erindi Hjólafærni á Íslandi um þátttöku í verkefni um Bíllausa daginn.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir verkefninu en felur umhverfisstjóra að vinna að einföldun og aðlögun verkefnisins í Mosfellsbæ í samráði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
5. Spillivagninn - sérstök söfnun raftækja og spilliefna201902142
Erindi um þátttöku Mosfellsbæjar í tilraunaverkefni um móttöku raftækja og spillefna.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir þátttöku í verkefninu í tilraunaskyni í samráði við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, en vill leggja áherslu á kynningarmátt verkefnisins.
6. Kynningarfundur um heimsmarkmiðin og sveitarfélögin201902187
Kynning á fræðslufundi Sambands íslenskra sveitarfélaga um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, og tengingu þeirra við sveitarfélögin
Umhverfisstjóri kynnti ráðstefnu um heimsmarkmiðin og sveitarfélögin.
- FylgiskjalSveitarfelogin-og-heimsmarkmidin_end.pdfFylgiskjalBjorg-Agustsdottir.pdfFylgiskjalFanney-Karlsdottir.pdfFylgiskjalOlof-Orvarsdottir.pdfFylgiskjalPall-Magnusson.pdfFylgiskjalHaraldur-Sverrisson.pdfFylgiskjalRosa-Heilsueflandi-samfelag.pdfFylgiskjalKjartan-Mar-Kjartansson.pdfFylgiskjalOttar-Graen-skuldabref.pdf
7. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ201710064
Áframhaldandi vinna við endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Lögð fram uppfærð drög að stefnunni í kjölfar lagfæringa sem gerðar voru á vinnufundum umhverfisnefndar um stefnuna.
Umhverfisstjóri lagði fram uppfærð drög að umhverfisstefnu Mosfellsbæjar í samræmi við athugasemdir nefndarmanna og ráðgjafa.
Nefndarmenn eru hvattir til að senda tillögur að úrbótum fyrir næsta fund nefndarinnar.